- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Á ársfundi Evrópusambands blaðamanna sem haldinn var á dögunum var samþykkt harðorð ályktun þar sem segir að Róbert Spano, forseti Marréttindadómstóls Evrópu, hafi með heimsókn sinni til Tyrklands gert sig vanhæfan í þeim 10 þúsund málum sem send hafa verið MDE frá Tyrklandi og að hann verði að víkja.
Í ályktuninni er vinsamleg heimsókn Róberts Spanó forseta MDE til Tyrklands í september sl. fordæmd, en þá hafi hann tekið við heiðursdoktorsnafnbót við Istanbul háskóla, stofnun sem hafi rekið meira en 200 kennara. Í ályktuninni segir að hann hafi ekki viljað hitta fulltrúa frá stjórnarandstöðunni, en átt hins vegar 45 mínútna fund með Erdogan. Ársfundurinn hvetur síðan félaga í Evrópusambandi blaðamanna og Alþjóðasambandinu til að efla til muna stuðning við blaðamenn í Tyrklandi með ölum þeim hætti sem hugsast getur. Í ályktuninni er farið yfir ömurlega stöðu fjölmiðlafólks og ofsóknir gegn því, en nú munu nálægt 100 blaðamenn hafa verið fangelsaðir eða settir í varðhald á árinu og fjölmargir hafa neyðst til að flýja land.
Auk þess að fordæma heimsókn Róberts Spano og krefjast afsagnar hans gagnrýnir EFJ Evrópusamfélagið fyrir linkind gagnvart ógnarstjórn Erdogans og fyrir að hafa ekki farið út í refsiaðgerðir gagnvart henni.