- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hefur sent frá sér áminningu til félagsmanna sinna og fjölmiðla almennt þar sem minnt er á ákvæði siðareglna Alþjóðasambands blaðamanna um hættuna á að umfjöllun geti stuðlað að mismunun. Í siðareglunum segir m.a. að blaðamenn skuli vera meðvitaðir um hættuna á því að mismunun gagnvart tilteknum hópum aukist fyrir tilverknað fjölmiðla og að fjölmiðlafók eigi að gera alt sem í þess valdi stendur til að forðast mismunun á grundvelli kynþáttar, kynferðis, kynhneigðar, tungumáls, trúar, stjórnmála- eða annarra skoðana og uppruna (IFJ Declaration of Principles on the Conduct of Journalists).
Tilefni þessarar áminningar er umfjöllun evrópskra fjölmiðla um fljóttamannamál og mikinn fjölda flóttamanna sem leitar skjóls í Evrópu. EFJ segir að nú sé sérstaklega mikilægt að fjölmiðlar gæti orða sinna og noti hugtök og orð sem séu í samræma við ástandið en ýki það ekki eða skapi óþarfa ótta hjá fólki, enda geti verið stutt í útlendingahatur og hatursorðræðu.
Ricardo Gutiérrez, framkvæmdastjóri EFJ, segir brýnt að ritstjórar og blaðamenn ræði um orðanotkun og velti henni fyrir sér vegna þess að orð skipti miklu máli. Hann vitnar í heimspekinginn, skáldið og útlærðan blaðamanninn Albert Camus sem sagði að það "að nefna hluti röngum nöfnum bætti á böl heimsins.