- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hefur lýst verulegum áhyggjum af þeirri ákvörðun saksóknara í Lúxemborg að gagnáfrýja málarekstri gegn uppljóstrurunum Antoine Deltour og Raphaël Halet blaðamanninum Edouard Perrin í hinu svokallaða LuxLeaks máli, sem snerist um uppljósrtun á gögnum frá PwC endurskoðunarskrifstofunni sem sýndi víðtæk skataundanskot.
Mogens Blicher Bjerregard, formaður EFJ segir það ótrúlegt að stjórnvöld hyggist nota meira af almannafé til að eltast við Perrin og félaga sem hafi unnið í almannaþágu. Það verði einfaldlega að falla niður þessa áfrýjun. Í undirrétti fengu þeir skilorðsbundna dóma og áfrýjunðu þeir niðurstöðunni og nú hefur ákæruvaldið einnig gert það.
Sjá nánar hér