- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hefur fagnað tilkomu skýrslu þings Evrópuráðsins um Vernd réttinda fjölmiðla í Evrópu, en lýsir um leið yfir áhyggjum vegna þróunar fjölmiðlafrelsis víða um álfuna. Þó svo að við fögnum samþykkt þessarar skýrslu, þá verður að hafa í huga að þar er athyglinni líka beint að þróun í Evrópu sem ástæða er til að hafa miklar áhyggjur af. Sérstaklega á þetta við um lönd þar sem alvarleg brot gegn fjölmiðlaréttindum eru ekki óalgeng, segir Mogens Blicher Bjerregård, forseti EFJ. Hann bætir við að lönd sem sérstaklega séu nefnd í skýrslunni, þar á meða Azerbajan, Ungverjaland, Rússland, Tyrkland og Úkraína þurfi að gera átak í sínum málum og koma réttindamálum fjölmiðla í lag.
Gvozden Sre?ko Flego, þingmaður á Evrópuráðsþinginu og talsmaður nefndarinnar sem stóð að skýrsluni er frá Króatíu og hefur han n tekið mjög einarða afstöðu í þessum málum og gagnrýnt harðlega tilraunir fulltrúa nokkurra ríkja til að neita því að fjölmiðlafrelsi sé skert í löndum þeirra. Hann bendir á að skýrslan sé byggð á staðreyndum sem aflað hafi verið af sérfræðingum og öðru fólki sem sé á staðnum og að vinna í því umhverfi sem um ræðir.