- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hefur nú gefið út handbók um störf og réttindi í blaðamennsku og er þessi útgáfa liður í átaki sem staðið hefur yfir á vegum sambandsins um nokkurt skeið. Í handbókinni er tekin dæmi af nokkrum aðferðum sem þykja til fyrirmyndar við að tryggja réttindi blaðamanna og störf í blaðamennsku. Tilefni þessa átaks og útgáfu eru þær gríðarlegu breytingar sem orðið hafa í starfsumhverfi blaðamanna í álfunni, bæði vegna tæknibreytinga og nýrra tegunda miðlunar, m.a. með fjölbreyttum gáttum og mikilli útbreiðslu samfélagsmiðla ásamt harðnandi rekstrarumhverfis.
Í inngangi handbókarinnar segir meðal annars: En eitt helst óbreytt réttidi blaðamanna og störf í blaðamennsku haldast í hendur. Ef blaðamenn njóta ekki sanngjarnra kjara og nauðsynlegra rétinda, þá verður ekki hægt að tryggja gæði í blaðamensku. Blaðamannafélög eru mikilvæg til að verja réttindi blaðamanna og gera þeim kleift að mæta þeim áskorunum sem breytingar á starfsumhverfi hafa skapað.... Þessi handbók er hluti af tveggja ára verkefni EFJ sem kallast Rétindi og störf í blaðamennsku sterkari blaðamannafélög og er hugsað sem verkfæri til að takast á við breytt umhverfi.
Þess má geta að forysta Blaðamannafélags vinnur nú að útgáfu á nýrri og uppfærðri Réttheimtu, sem er einmitt eins konar handbók fyrir félaga í BÍ þar sem tekin hafa verið saman allar reglur og samningar sem snerta kjör og réttindi blaðamanna. Réttheimtan er hugsuð sem handhægt verkfæri sem kallast á við upplýsingar á heimasíðu BÍ og upplýsingar sem veittar eru á skrifstofu félagsins. Hún mun einnig verða á rafrænu formi á heimasíðunni. Stefnt er að útkomu Réttheimtunnar í nóvember.
Sjá meira hér