- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær í tveimur meiðyrðamálum gegn þeim Reyni Traustasyni og Jóni Trausta Reynissyni, ritstjóra og framkvæmdastjóra DV. Meiðyrði voru dæmd vegna umfjöllunar blaðsins um láglaunamenn í undirheimum hér á landi þar sem ummæli þóttu ærumeiðandi í garð Hans Aðalsteins Helgasonar, og alls sjö ummæli um hann dæmd dauð og ómerk. Þá var þeim gert að greiða 100 þúsund krónur í sekt í ríkissjóð, 200 þúsund krónur í miskabætur og 500 þúsund krónur í málskostnað.
Reynir og Jón Trausti voru hins vegar sýknaðir af kröfum Hilmars Leifssonar sem höfðaði meiðyrðamál vegna umfjöllunar um hann í blaðinu. Hilmar vildi meðal annars láta gera þá staðhæfingu ómerka að hann hefði verið meðlimur í Vítisenglum (e. Hells Angels). Hann fór fram á milljón í skaðabætur. Hilmari er gert að greiða Reyni og Jóni Trausta 600 þúsund krónur í málskostnað. Lögmaður hans, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, segir að dóminum verði áfrýjað.
Sjá dóma hér og hér