- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hefur mótmælt harðlega ákvörðun í dómstóls í Sviss að fyrirskipa að blaðamaður beri vitni gegn heimildamanni sínum. Málið snertir fíkniefnasala sem fjallað var um í þýskumælandi blaðinu Basler Zeitung í október 2012.
Þetta er ósvífin árás á rétt blaðamanna til að vernda heimildarmenn sína, segir Ricardo Gutierrez framkvæmdastjóri EFJ. Hann bætir við að vernd heimildamanna er réttur sem tryggður er í sambandsstjórnarskrá Sviss og í Mannréttindasáttmála Evrópu.
Blaðamannafélag Sviss hefur einnig fordæmt þessa ákvörðun réttarins og sagt hana hneyksli. Þetta er ákvörðun sem beinlínis virkar gegn yfirvöldum og almannahagsmunum enda hefði rannsókn á málinu aldrei farið af stað ef ekki hefði verið fyrir þessar upplýsingar, segir Urs Thalmann, framkvæmdastjóri Blaðamannafélagsins.