- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Evrópusamband blaðamanna og Blaðamannafélagið í Danmörku hafa fordæmt árás tyrkneskra landamæravarða á danskan blaðamann, Nagieb Khaja, í gær þegar Khaja var að fara yfir landamærin til Sýrlands til að dekka flóttamannamál. Blaðamannafélags Danmerkur er þegar búið að skrifa tyrkneska sendiherranum í Danmörku og krefjast þess að rannsókn fari fram á málinu og sama krafa hefur komið frá EFJ. Yfirvöld Í Tyrklandi tilkynntu í dag að rannsókn málsins væri hafin.
Kahja var á leiðinni yfir landamærin þegar tyrkneskir öryggisverður stöðvuðu hann og þrátt fyrir að hann hafi gert grein fyrir sér sem blaðamanni þá var hann barinn í jörðina og sparkað í hann.
Sjá meira hér