- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Í gær sagði Michael Dyrby, fréttastjóri TV2 í Danmörku, af sér vegna vafasamra mynda sem hafa komist í umferð af honum og tengjast einhverju framhjáhaldi. Þrátt fyrir að hann segði að slíkar myndir varði við persónuverndarákvæði laga þá væri ljóst að hægt væri að misnota þér í annarlegum tilgangi og það væri staða sem yfirmaður stórrar fréttastofu gæti ekki verið í. Þess vegna segði hann starfi sínu lausu. Í yfirlýsingu sagði Dyrby að hann hefði í sjálfu sér ekki framkvæmt neitt ólöglegt og málið kæmi sér verst fyrir hann sjálfan og fjölskyldu hans.
Það hefur vakið athygli í umræðunni í kjölfar þess að vefsíða danska Blaðamannsins hefur grennslast fyrir um það hjá yfirmönnum helstu fjölmiðla, að nær engir segja að miðlar þeirra myndu nýta sér slíkar myndir ef þeir kæmust yfir þær.
Sjá meira um málið hér
p>