- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Ný ríkisstjórn í Danmörku, sem áfram er undir forsæti Lars Løkke Rasmussen, hefur kynnt stjórnarsáttmála og þar kemur fram ákveðin stefnubreyting gagnvart danska ríkisútvarpinu Danmarks Radio (DR). Hugmyndin er að lækka afnotagjöldin og straumlínulaga dagskrárgerðina auk þess sem stefnt er að því að fækka rásum sem sent er út á. Þessi áform hafa valdið áhyggjum, meðal annars hjá talsmanni DR og hjá Blaðamannafélagi Danmerkur (DJ). Meðal þess sem bent er á, er að þetta muni veikja mjög almannamiðilinn sem fyrst og fremst muni gagnast erlendum keppinautum. Lars Werge, formaður Blaðamannafélagsins segir að ef reka eigi DR fyrir minna fé en nú er gert sé erfitt að sjá hvernig það verði gert án uppsagna og það sé nokkuð sem ekki sé hægt að sætta sig við.
Sjá einnig hér