- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Bresk stjórnvöld taka ekki undir hugmyndir um beina styrki til fjölmiðla sem stunda fréttamennsku í almannaþágu, en tillaga um slíkt kom fram þar í landi fyrir 12 mánuðum og viðbrögð að koma nú fyrst fram.
Dame Frances Cairncross sem í fyrra kannaði framtíð faglegar blaðamensku í landinu lagði til að stjórnvöld settu á stofn stofnun sem myndi styðja við blaðamensku í almannaþágu óháð því á hvaða formi það væri, í blaði, neti eða ljósvakanum. Menningarmálaráðherra Breta, lafði Morgan, hefur nú hafnað þessari leið og segir að styrkir frá ríkinu geti skaðað frjálsa fjölmiðlun. Hins vegar er hún tilbúin til að ræða einhverjar tilslakanir varðandi skattlagningu fjölmiðla, m.a. að netmiðlun verði virðisaukaskattlaus líkt og tilfellið er með prentmiðlun