- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Sjónvarpsstöðin Fox News hafði mest áhorf allra bandarískra sjónarpsstöðva árið 2019 samkvæmt Nielsen Media Research og árið var jafnframt það besta hvað áhorf varðar i 23 ára sögu stöðvarinnar. Þetta er fjórða árið í röð sem Fox hefur betur en helstu keppinautarnir. Mælingar sýna að mikil fylgni er milli stuðnings við Trump forseta og áhorfs á Fox en á árinu komu þó upp ýmsir árekstrar milli forsetans og og sjónvarpsstöðvarinnar og þekktir þáttastjórnendur, sem gagnrýnt höfðu Trump, svo sem Shepard Smith, hættu á stöðinni m.a. vegna ágreinings um pólitíska stefnu stöðvarinnar.
Meðaláhorf á Fox á besta tíma á kvöldin var 2,5 milljón áhorfendur, en í öðru sæti var ESPN stöðin með 1,78 milljón áhorfendur og í þriðja sæti var MSNBC með 1,75 milljón áhorfendur. CNN stöðin var í 22. sæti með 972 þúsund áhorfendur.
Þá er einnig áhugavert að sjá að mest er áhorf á þætti Fox stöðvarinnar þar sem eru mjög umdeildir stjórnendur eins og Tucker Carlson en næst mesta áhorfið í sjónvarpi er á þátt hans „Tucker Carlson Tonight“ með 3,1 milljón áhorfendur að meðaltali. Carlson hefur sætt opinberri gagnrýni fyrir rasisma og öfgaskoðanir og auglýsendur sniðgengið stöðina vegna ummæla sem hann hefur látið falla. Mest áhorf er á þáttinn „Hannity“ sem Sean Hannity stjórnar, eða 3,3 milljón áhorfendur.