- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Norska Blaðamannafélagið hefur sent bréf til dómsmálaráðherra og réttarfarsnefndar þar sem óskað er eftir því að blaðamenn og ritstjórnir njóti sérstakrar verndar gagnvart ofbeldi og hótunum. Í bréfinu segir að ástæða sé til að hafa áhyggjur af vaxandi tilhneigingu til valdbeitingar og hótana gagnvart ritstjórnum í því skyni að koma í veg fyrir umfjöllun um tiltekin mál. Bendir Blaðamannafélagið á að slíkar hótanir gagnvart tjáningarfrelsinu beri að taka mjög alvarlega.
Fram kemur hjá Blaðamannafélaginu að ástæða sé til að víkka út ákvæði í hengingarlögum sem veiti einstökum starfsstéttum sérstaka vernd gagnvart ofbeldi og hótunum, þannig að það nái til ritstjórna og blaðamanna. Slík ráðstöfun myndi að sögn félagsins vera í samræmi við það sem bæði Hæstiréttur og ríkisögmaður hafa áður sagt að ritstjórnir þyrftu á að halda.