- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Formenn blaðamannafélaga Norðurlanda, Sambands norrænna blaðamannafélaga, hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna stöðunnar í Hvíta-Rússlandi og krefjast þess að endi verði bundinn á ofbeldi gegn blaðamönnum þar í landi. Tfirlýsingin er eftirfarandi í íslenskri þýðingu:
Staða blaðamanna í Hvíta-Rússlandi hefur versnað verulega eftir hinar ólýðræðislegu kosningar í landinu þann 9 ágúst síðast liðinn. Jafnvel fyrir kosningarnar var frelsi fjölmiðla í landinu verulegum takmörkunum háð og nú er ljóst að Alexander Lukashenko forseti gerir hvað han getur til að þagga niður í blaðamönnum landsins.
Almenningur í Hvíta-Rússlandi hefur nú tekið til máls og krefst lýðræðis. Blaðamennirnir sem segja fréttir af mótmælunum fá ekki að vinna óhindrað. Þeir geta átt von á því öllum stundum að vera stöðvaðir og hnepptir í varðhald af lögreglunni.
Erlendir blaðamenn hafa líka átt undir högg að sækja í Hvíta-Rússlandi. Þannig á nefna, að þann 12. ágúst varð danski ljósmyndarinn Asger Ladefoged og kollegar hans fyrir árás lögreglu í Minsk. Sömu leiðis var sænski ljósmyndarinn Paul Hansen handtekinn og síðan neyddur til að yfirgefa landið.
Í ágúst hefur alls 151 blaðamaður verið handtekinn í Hvíta-Rússlandi samkvæmt upplýsingu frá Blaðamannasamtökum Hvíta-Rússlands frá því 1. sempember, en samtökin munu áfram fylgjast með handtökum í landinu.
Það er ljóst að árásir Alexanders Lukashenkos á bæði innlenda og erlenda blaðamenn er liður í úthugsaðri áætlun, því án sjálfstæðra blaðamanna mun umheimurinn ekki fá uplýsingar um hvað er að gerast í landinu.
Stjórnvöld á Norðurlöndum hafa brugðist skjótt við þessum aðstæðum og það er mikilvægt að þau vakti vel framvinduna í Hvíta-Rússlandi.
Samband norrænna blaðamannafélaga krefst þess að bundinn verði endi á árásir á blaðamenn í Hvíta- Rússlandi. Við stöndum einhuga og með fullum stuðningi að baki félaga okka í Blaðamannasamtökum Hvíta-Rússlands. Blaðamennska er ekki glæpastarfsemi!
Samband norrænna blaðamannafélaga krefst:
.
Ulrika Hyllert, formaður Blaðamannafélags Svíðþjóðar
Tine Johansen, formaður Blaðamannafélags Danmerkur
Hanne Aho, formaður Blaðamannafélags Finnlands
Hege Iren Frantzen, formaður Blaðamannafélags Noregs
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands