- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Blaðamannafélag Íslands og Samtök atvinnulífsins, fyrir hönd Árvakurs, 365 og RÚV, undirrituðu kjarasamning nú fyrir helgi, en áður hafði BÍ samið við Fréttatímann, DV og Birting. Þeir samningar voru samþykktir með afgerandi hætti á viðkomandi fjölmiðlum og að sögn Hjálmars Jónssonar formanns BÍ verða þessir samningar bornir undir atkvæði á næstu dögum. Samningurinn nú er að mestu samhljóða samningum Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins frá í desember með 2,8% launahækkun afturvirkt frá 1. janúar. Hjálmar segir sömu hugsun í þessum samningi og almennu samningunum, að hér sé um aðfararsamning að lengri samningi að ræða og er gildistíminn út þetta ár. Hjálmar segir það hafa verið mat samninganefndarinnar að betra væri að tryggja félagsmönnum þessar hækkanir núna og nota tímann til að undirbúa vel næstu lotu.