- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Samtök blaðamanna í frönskumælandi Belgíu (AJP/AGJPB), spurðu þess á dögunum hvernig væri hægt að bæta starfsskilyrði lausamanna í blaðamennsku (freelance)?
Svarið sem samtökn komu fram með var að búa til varanlega umgjörð fyrir þessa starfsemi. Þessari umgjörð var síðan ýtt úr vör á dögunum með því að búa til vefsetur þar sem lausamönnum standa til boða ýmis tæki til að auðvelda þeim að bjóða þjónustu sína og koma viðskiptahlið hennar á fastari grundvöll. Meðal þess sem þarna er að finna er reiknivél til að finna verð á efni sem búið er til - hversu mikið eðlilegt sé að greiða fyrir hverja skrifaða línu, fréttir af málefnum lausamanna, upplýsingar um ráðstefnur, atvinnutorg þar sem sérgreinar lausamanna eru tíundaðar (svipað því sem er hér á press.is) og vettvangur til að skiptast á upplýsnigum
Sjá nánar hér