- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Auðunn Arnórsson hefur verið ráðinn sem verkefnastjóri hjá Blaðamannafélagi Íslands. Hann mun vinna náið með formanni og stjórn og hafa umsjón með verkefnum sem stjórn leggur áherslu á hverju sinni, svo sem að aðstoða við vinnu tengdri kjaraviðræðum, hafa umsjón með viðburðum á vegum félagsins, skrifa fréttir og greinar á vef BÍ og fleira.
Auðunn hefur áralanga reynslu af blaðamennsku, fyrst fyrir Morgunblaðið en síðan Fréttablaðið og hlaut til að mynda Blaðamannaverðlaun Íslands árið 2006. 2009-2019 var hann í áratugarlöngu hléi frá blaðamennsku, starfandi fyrir Breska sendiráðið á Íslandi. Auðunn er með meistaragráður í sögu, stjórnmálafræði og Evrópufræðum og MPA í opinberri stjórnsýslu, auk IPMA-vottunar í verkefnastjórnun.