- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Blaðamannafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins fer fram þriðjudaginn 14. Júlí 2015 í húsnæði félagsins að Síðumúla 23, 3. hæð. Kjördeild verður opin frá klukkan 0900-1700. Einnig mun fara fram kynning á samningunum á Morgunblaðinu í Hádegismóum 2, 110 Rvík klukkan 10.00, þar sem einnig verður hægt að greiða atkvæði um samninginn. Sambærileg kynning á samningunum fer einnig fram á 365 miðlum Skaftahlíð 25, 105 Rvík klukkan 11.30, þar sem einnig verður hægt að greiða atkvæði um samninginn. Talning fer fram að loknum kjörfundi og ættu niðurstöður að liggja fyrir ekki síðar en um kvöldmat.
Gengið var frá þremur sambærilegum kjarasamningum við þrjá viðsemjendur Blaðamannafélagsins sem standa utan Samtaka atvinnulísins í dag, þ.e.a.s. Birting, DV og Fréttatímann. Kynning og atkvæðagreiðsla um þá kjarasamninga fer fram sérstaklega.