- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Norska Blaðamannafélagið og fleiri samtök og áhugamannahópar um fjölmiðlum taka þátt í miklu átaki sem nú er í gangi í Noregi og gengur undir nafninu Átak fyrir blaðamennsku (Kampanjen for journalistikken). Þessu átaki var hrint af stað að frumkvæði fjölmiðlafélaganna NRK (Ríkisútvarpið) og TV2, en megin tilgangur þess er að vekja athygli á mikilvægti stöðu og mikilvægi ritstýrðra fjölmiðla. Sérstaklega er áhersla lögð á að draga fram mikilvægi:
- óháðra , ritstýrðra miðla og siðlega, gagnrýna og frjálsa blaðamennsku
- þýðingu ritstýrðra fjölmiðla fyrir tjáningarfrelsi, þátttöku og virkni í lýðræðislegu samfélagi.
Markhópur þessa átaks er ungt fólk á aldrinum 15-19 ára, framhaldsskólanemar og nemar í 10 bekk grunnskóla. Átakið er á landsvísu í Noregi og fjöldi fyrirtækja og fagfélaga tekur þátt, þar á meðal Blaðamannafélag Noregs (NJ) og flestar svæðisbundnar deildir innan þess. Það sem blaðamenn eru sérstaklega hvattir til að gera er annars vegar að taka þátt í og skipuleggja sérstök Opin hús um blaðamennsku þar sem ungmennum eru kynnt ýmsis mál sem tengjast blaðamennsku og hins vegar að taka þátt í opnum málfundum þar sem blaðamennska kemur við sögu.
Átakið mun nú í apríl fara með kerfisbundnum hætti inn í skólana og nýta sér að þann 29. apríl er Alþjóðlegur dagur fjölmiðlafrelsis og á þann 3. maí er í Noregi haldinn svokallaður Pressefrihetens dag eða Prentfrelsisdagur.