Åsa Sjöstrom með fyrirlestur í Pressuklúbbi BÍ

Åse á vettvangi í Kenía
Åse á vettvangi í Kenía

Åsa Sjöstrom fréttaljósmyndari verður með fyrirlestur í Pressuklúbbnum, sal Blaðamannafélags Íslands, Síðumúla 23, föstudaginn 13. janúar kl. 18:00. Åsa er sænskur ljósmyndari sem hefur unnið til fjölda verðlauna bæði í Svíðþjóð, World Press Photo og víðar.

Í fyrirlestrinum mun hún tala um hvernig er að vinna að persónulegum verkefnum og hvernig hún hefur á síðustu árum farið frá því að vera fastráðinn ljósmyndari yfir í að vera sjálfstæður ljósmyndari.

Hún mun tala um áskoranir og kosti þess að vinna sem ljósmyndari í Svíþjóð sem og frá alþjóðlegu sjónarhorni.

Heimasíða hennar er http://www.asasjostrom.com/

Ókeypis er á fyrirlesturinn og allir eru velkomnir.

Fyrirlesturinn er í boði Blaðaljósmyndarafélag Íslands og Blaðamannafélags Íslands

 

 

 

 

Ókeypis er á fyrirlesturinn og allir eru velkomnir.

 

Fyrirlesturinn er í boði Blaðaljósmyndarafélag Íslands og Blaðamannafélags Íslands