- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Á ráðstefnu um Vopnuð átök, fjölmiðla og hatursáróður sem Alþjóðasamband blaðamanna stóð fyrir í Brussel nú fyrir helgina var samþykkt áskorun eða yfirlýsing til blaðamanna og blaðamannafélaga vítt um heim um átak gegn hatursáróðri. Í yfirlýsingunni er sérstaklega talað um 7 atriði eða áherslupunkta en þeir eru þessir:
1. Að standa alltaf vörð um og tala fyrir siðfræði ábyrgrar blaðamennsku
2. Að skuldbinda sig til að gera að grundvallarreglu að berjast gegn hvers konar hvatningu í fjölmiðlum til haturs eða ofbeldis þegar slíkt kemur upp. Jafnframt að samstarfsmenn og félagsmenn blaðamannafélaga séu meðvitaðir um þær siðareglur sem í gildi eru og hvernig hægt sé að beita þeim þegar leysa úr siðferðilegum álitamálum.
3. Að hvetja til aukinna gæðakrafna í blaðamennsku með menntun og þjálfun og draga fram mikilvægi og mátt orðsins.
4. Vinna enn frekar að því að skapa blaðamönnum vinnuskilyrði sem tryggja sjálfstæði þeirra og gera þeim kleift að sinna fagi sínu.
5. Hvetja fjölmiðla til að vera á varðbergi gegn áróðursöflun sem hverja til eða réttlæta kynþáttafordóma og jafnvel stríð.
6. Stuðla að og hvetja til fjölbreytni í fjölmiðlum og samstöðu meðal blaðamanna og samtaka þeirra um að standa gegn því að fjölmiðlar séu notaðir til að æsa til haturs eða ofbeldis.
7. Vinna að því að netmiðlar séu ekki misnotaðir í þágu hatursáróðurs eða ofbeldis.