- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Norræni blaðamannaskólinn í Árósum hyggst í haust bjóða upp á námskeið í blaðamennsku sem tengist heimskautaumfjöllun og verður það haldið í Reykjavík. Námskeiðið mun fara fram samhliða því að ráðstefnan Artic Circle verður haldin um miðjan október.
Íslenskir blaðamenn eru að sjálfsögðu velkomnir á námskeiðið, en Árósarskólinn býður upp á fleiri námskeið í haust, þar á meðal hið klassíski "stóra námskeið" sem að þessu sinni fjallar um þrjú þemu og heimsóttar verða þrjár borgir. Fyrsta þemað fjallar um græn orkuskipti og heimsótt verður borgin Bergen. Annað þema er framtíð blaðamennskunnar og þá verður Kaupmannahöfn heimsótt. Þriðja þemað fjallar um nýja Evrópu og þá verður að sjálfsögðu Brussel heimsótt.