- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) og Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hafa fagnað niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu að taka til efnismeðferðar fyrir aðaldómstólnum mál finnska ljósmyndarans Markusar Pentikäinen. Markus Pentikäinen var dæmdur af finnskum dómstólum fyrir að hunsa tilmæli lögreglu þegar verið var að rýma svæði vegn mótmæla vegna Asíska-evrópska fundarinw (Asem) sem haldinn var árið 2006, en þá var hann að ljósmynda mótmælin. Það er Blaðamannafélagið í Finnlandi sem stendur í málarekstrinum fyrir hönd Markusar Pentikäinen gegn finnska ríkinu. Þessi niðurstaða er talinn áfangasigur fyrir málstað blaðamanna í málinu.
Sjá hér