- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Eins og fram kom hér á síðunni í gærkvöldi þá bar það til tíðinda á aðalfundi Blaðamannafélagsins að Hjálmar Jónsson, formaður, tilkynnti að þetta yrði hans síðsta kjörtímabil sem formaður, og að hann myndi ekki gefa kost á sér á næsta aðalfundi. Kostið er árlega um embætti formanns, og hefur Hjálmar verið formaður síðan 2010 en var þar áður framkvæmdastjóri og þar áður hafði hann einnig formaður. Hann hefur því verið í forustu félagsins um langt árabil, en fram kom hjá honum í gær að hann væri ekki að „hlaupa frá þessu verkefni“ og hefði hug á að starfa áfram sem framkvæmdastjóri fengi hann stuðning til þess frá stjórn þegar þar að kæmi. Hjálmar sagði í skýrslu sinni í gær: „Þetta hefur verið góður tími og mikilvægur árangur náðst. Ég er stoltur af því sem við höfum gert á liðnum árum, en hætta skal leik þá hæst hann stendur. Ég yngist ekki og það er tímabært að ný kynslóð taki við merkinu.“
Í skýrslu formanns kom fram að hann taldi að verkfallsaðgerðir og Covid faraldurinn hafi verið það sem setti mest mark sitt á starfsemi félagsins undanfarin misseri. Hann sagði m.a. um verkfallsaðgerðirnar sem voru þær fyrstu hjá félaginu í 40 ár: „Verkfallsaðgerðirnar voru nauðsynlegar en erfiðar. Þegar upp er staðið voru þær líka árangursríkar á fleiri vegu en einn, stéttin sýndi samstöðu og styrk þrátt fyrir mjög erfitt rekstrarumhverfi fjölmiðla. Stéttarfélag er verkfæri og hættan er sú að verkfæri sem ekki er notað gangi úr sér og verði ónothæft.“ Sjá skýrslu stjórnar í heild hér
Talsverðar breytingar urðu á stjórn og varastjórn félagsins og komu alls fimm nýir inn í þessar stjórnir. Nýir inn í aðalstjórn komu Aðalsteinn Kjartansson, RÚV; Einar Þór Sigurðsson, Fbl.; og Þorsteinn Kr. Ásgrímsson, Mbl. Inn í varastjórn komu svo þau Frosti Logason, Sýn og Bára Huld Beck, Kjarnanum.