- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Þegar kemur að umfjöllun um flóttamenn virðast fjölmiðlar vera að komast upp með gróf brot á faglegum og siðlegum viðmiðum. Á tímum þegar útlendingafælni fer vaxandi í almenri stjórnmálaumræðu vex sú skylda blaðamanna að segja vandaðar fréttir.
Þetta segir blaðakonan Federica Marsi, sem skrifar áhugaverðan og umhugsunarhvetjandi pistil á vefsíðu Middle East Eye, en hún hefur skrifað um málefni Mið-Austurlanda fyrir marga helstu miðla á Vesturlöndum. Hún rekur í pistlinum hvernig efnistökin hjá mörgum miðlum valda því að umræðan um flóttamenn er iðulega á villigötum og staðan almennt verri en hún þyrfti að vera. Pistillinn er áhugaverður m.a. vegna þeirra dæma sem hún tekur um það hvaða sjónarhorn virtir miðlar setja á fréttir (frameing). Pistillinn er innlegg í stærri umræðu sem m.a. var ýtt af stað af Siðaneti blaðamanna (Journalism Ethical Network), sem gaf út stóra skýrslu um umfjöllun fjölmiðla um flóttamannamál í desember síðastliðnum.