- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Á félagsvísindatorgi, miðvikudaginn 15. október, mun Þorsteinn Gylfason prófessor, fjalla um siðareglur og siðanefnd blaðamanna.
Hver sá sem á hagsmuna að gæta og telur að blaðamaður hafi brotið siðareglur blaðamanna getur kært ætlað að brot til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Í erindi sem Þorsteinn Gylfason, prófessor og formaður siðanefndar BÍ 1993-2003, heldur á Félagsvísindatorgi ræðir hann um þær siðareglur sem blaðamenn hafa sett sér og reynslu sína af störfum fyrir nefndina.
Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands var sett á laggirnar árið 1965 eftir fyrirmyndum á Norðurlöndum. tarfsárið 2002-2003 felldi hún úrskurði í tíu kærumálum. Í erindi sínu gerir Þorsteinn grein fyrir siðareglum blaðamanna, starfsháttum nefndarinnar og álitamálum um hvort tveggja.
Þorsteinn Gylfason er prófessor í heimspeki í Háskóla Íslands. eðal bóka hans um heimspeki eru Tilraun um manninn (1970), Tilraun um heiminn (1992), Að hugsa á íslenzku (1996) og Réttlæti og ranglæti (1998). Ljóðaþýðingum hans er safnað saman í prekum af reka (1993) og öngfugli að sunnan (2000). Hann var formaður siðanefndar Blaðamannafélags Íslands 1993-2003.
Fyrirlestur Þorsteins fer fram í húsnæði háskólans að Þingvallastræti 23, í stofu 14 og hefst hann klukkan 16:30.