Þátttaka starfsmanna RÚV í kosningabaráttu stjórnmálaflokkanna

ÚR FUNDARGERÐ ÚTVARPSRÁÐS FRÁ Í GÆR ÞAR EM FJALLAÐ ER UM HLUT TARFSMANNA RÚV Í KOSNINGABARÁTTUNNI:


"Þátttaka starfsmanna RÚV í kosningabaráttu stjórnmálaflokka.

Mörður Árnason bað um álit útvarpsstjóra á þátttöku starfsmanna í kosningabaráttu flokkanna. Útvarpsstjóri tjáði sig um meginreglur þær sem í gildi eru hjá Ríkisútvarpinu um slík mál.

Framkvæmdastjóra jónvarps barst ekki til eyrna að Gísli arteinn Baldursson væri spyrill í kynningarþætti jálfstæðisflokksins, fyrr en eftir að hann hafði verið tekinn upp, engar skriflegar reglur er að finna hjá RÚV, sem banna manni í hans stöðu slíkt.

Kristín Halldórsdóttir bókar:

“Þáttastjórnendur í Ríkisútvarpinu hafa að sjálfsögðu óskoraðan rétt til að hafa skoðanir á öllu milli himins og jarðar, þar með töldum stjórnmálum, og taka þátt í stjórnmálastarfi. Þeim verður hins vegar að treysta til að þekkja sín takmörk og misnota ekki aðstöðu sína. Aðkoma stjórnanda eins af vinsælustu þáttum jónvarpsins, að kynningarþætti eins stjórnmálaflokks, sýnir dómgreindarbrest viðkomandi aðila, bæði flokks og spyrils, og má ekki verða öðrum fordæmi.”

Mörður Árnason tekur undir bókun KH."