- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Samtökin Fréttamenn án landamæra hafa nú birt hina árlegu samantekt sína á því hversu margir blaðamenn eru í fangelsi, haldið sem gíslum eða er saknað í heiminum. Mikil fjölgun, um 6% hefur orðið síðan sambærilegar tölur voru birtar í fyrra, en alls er 348 blaðamönnum haldið föngnum eða þeirra saknað nú. Fjöldi starfandi blaðamanna sem haldið er föngnum í Tyrklandi hefur aukist sérstaklega mikið eða um 22% og munar þar mest um atburðarásina sem varð eftir meinta hallarbyltingartilraun í júlí. Yfir 100 blaðamenn eru hún í haldi í tyrkneskum fangelsum og hefur samtökunum Fréttamenn án landamæra tekist að sýna fram á orsakatengsl milli fangelsunar 41 þessara blaðamanna og þess sem þeir hafa verið að fjalla um sem blaðamenn.