- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Alls voru 93 blaðamenn og annað fjölmiðlafólk drepið við störf á árinu 2016 og þar af 12 í Evrópu samkvæmt tölum sem Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) hefur sent frá sér. Í Evrópu voru 9 drepnir í Rússlandi, 2 í Tyrklandi og 1 í Úkraínu. IFJ hefur einnig birt sundurliðaðan lista yfir hvar þessi dráp áttu sér stað og til viðbótar þessum 93 sem á listanum eru fórust 29 í tveimur flugslysum.
Drápin á fjölmiðlafólki voru af ýmsu tagi, bein morð, sprengjuárásir og fjölmiðlafólk varð fórnarlömb í skotbardögum stríðandi fylkinga. Tölurnar í ár eru heldur lægri en í fyrra, en IFJ bendir á að það varasamt sé að taka það sem vísbendingu um að ástandið sé að batna, og bendir á að ógnir og hótanir í garð fjölmiðlafólks hafi aukist og vísbendingar séu um sjálfs-ritskoðun. Þetta séu alvarleg áminning um uggvænlega stöðu tjáningarfrelsisins í heiminum.