- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Sautján félagar í Blaðamannafélagi Íslands voru heiðraðir með gullmerki félagsins eftir 40 ára starf í starfsgreininni á aðalfundi félagsins sem haldinn var í gærkveldi. Um veitingu gullmerkis gildir sérstök reglugerð. Af þeim sautján sem heiðruð voru gátu 14 verið viðstaddir. Áður hafa um 30 félagar í BÍ fengið gullmerki félagsins. Þau sem voru heiðruð að þessu sinni eru: Sævar Guðbjörnsson, Eiríkur St. Eiríksson, Emilía Björg Björnsdóttir, Guðlaugur Bergmundsson, Þórir Guðmundsson, Valgerður Þ. Jónsdóttir, Sveinn Kr. Guðjónsson, Eiríkur Jónsson, Hjörtur Gíslason, Kristján Már Unnarsson, Agnes G. Bragadóttir, Valgerður K. Jónsdóttir, Víðir Sigurðsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Lúðvík Geirsson, Edda G. Andrésdóttir og Elín Albertsdóttir.
Þess má geta að einn gullmerkishafanna, Hjörtur Gíslason, lét af störfum í siðanefnd eftir 31 ár í nefndinni, en hann var kosinn í nefndina á aðalfundi BÍ 1991. Enginn hefur setið jafnlengi í siðanefnd og Hjörtur.