122 blaða- og fjölmiðlamenn í fangelsi í Evrópu

Evrópusamband blaðamana (EFJ) sendi nú um áramótin frá sér yfirlýsingu þar sem því er fagnað að úkrínsku blaðamönnunum Stanislav Aseev og Oleh Halaziuk hafi verið sleppt en þeir höfðu ólöglega verið í haldi í Donetsk hjá uppreisnarsveitum hliðhollum Rússum. Þeir voru látnir lausir í umfangsmiklum fangaskiptum þar sem liðsveitir uppreinarmanna og úkraínsk stjórnvöld skiptust á 200 föngum og voru blðamennirnir tveir hluti af þeim pakka.

Um leið og Evrópusamband blaðamanna fagnaði þessu tíðindum minnir það á að enn eru 122 blaðamenn og fjölmiðlastarfsfólk í fangelsum í Evrópu. Fangarnir skiptast þannig milli landa:


108 eru í Tyrklandi
7 í Rússlandi
6 í Azerbaijan
1 í Bretlandi (Julian Assange)

Sjá meira hér