- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Blaðamannafélag Íslands er eitt af elstu stéttar- og fagfélögum hérlendis, stofnað í nóvember 1897. Stofnendur voru sjö ritstjórar þeirra vikublaða sem þá komu út í Reykjavík, en í dag eru félagar í BÍ yfir 600 talsins.
Blaðamannafélag Íslands er fag- og stéttarfélag blaðamanna á Íslandi. Meginverkefni þess er að gæta hagsmuna félagsmanna og veita þeim þjónustu og ráðgjöf ásamt því að semja um kjör blaðamanna. Þá stendur félagið vörð um tjáningarfrelsi og frelsi fjölmiðla, er málsvari gagnvart löggjafar- og framkvæmdarvaldi og sinnir hagsmunagæslu stéttarinnar út á við. Félagið heldur úti vefnum Press.is, gefur út tímaritið Blaðamanninn og stendur auk þess fyrir ýmsum viðburðum.
Á vegum Blaðamannafélagsins starfar sjálfstæð siðanefnd sem úrskurðar í þeim kærum sem berast vegna meints brots á siðareglum félagsins auk þess sem sjálfstæð verðlaunanefnd veitir blaðamannaverðlaun félagsins árlega. Innan félagsins starfar jafnframt Blaðaljósmyndarafélag Íslands, sem m.a. veitir árleg ljósmyndaverðlaun.
Innan BÍ starfa nokkrar sérdeildir: Lausamannadeild, deild Félags fréttamanna á RÚV, deild miðlunar og samskipta, deild lífeyrisþega og Blaðaljósmyndarafélag Íslands BLÍ sem er félag blaða- og fréttaljósmyndara.
Helstu tenglar: