- Félagið&fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Vilhelm Gunnar Kristinsson fæddist í Reykjavík 14. desember 1947, sonur Kristin Vilhelmssonar og Erlu Jennadóttur Wium.
Vilhelm lauk prófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 1967. Að námi loknu hóf hann störf sem blaðamaður á Alþýðublaðinu og var þar við blaðamennsku til ársins 1970, undir það síðasta sem fréttastjóri blaðsins. Hann réðst þá sem fréttamaður hjá Ríkisúrvarpinu í almennum innlendum fréttum og var þar samfellt á árunum 1970-80, þar af um tveggja ára skeið á sjónvarpinu.
Hann réðst þá um skeið sem framkvæmdastjóri Sambands íslenskra bankamanna auk þess sem hann í kjölfarið stofnaði auglýsingastofu ásamt gömlum samstarfsmönnum, þeim Magnúsi Bjarnfreðssyni og Helga H. Jónssyni. Hann sneri síðan aftur til Ríkisútvarpsins sem umsjónarmaður morgunútvarps Rásar 1 og lesari hádegisfrétta en hefur síðustu árin starfað við ferðamennsku.
Fréttablaðið hefur eftir honum 14. desember 2004 á 57 ára afmælisdegi hans að hann kunni prýðilega við sig hjá Ríkisútvarpinu. „Mér finnst mun skemmtilegra að vinna í útvarpi heldur en í sjónvarpi. Útvarpið er einfaldari og aðgengilegri miðill, það flóknara ferli í sjónvarpi.”
https://www.ruv.is/frett/40-ar-fra-sidasta-thorskastridinu
https://sosialistaflokkurinn.is/folkid/vilhelm-kommi/