- Félagið&fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Þorbjörn fæddist 30. desember í Vallanesi í Vallahreppi í S-Múlasýslu, sonur hjónanna Guðmundar Þorbjörnssonar múrarameistara og Aðalbjargar Stefánsdóttur. Þorbjörn varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1942 og hóf störf sem blaðamaður við Morgunblaðið strax að loknu stúdentsprófi og starfaði þar allt til 1992, lengst af sem fulltrúi ritstjóra. Hann er nú handhafi blaðamannaskírteinis nr. 1. Þorbjörn gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Blaðamannafélag Íslands, var formaður þess um eins árs skeið og sat í stjórn félagsins á tímabili. Þá var hann um langt árabil í stjórn Lífeyrissjóðs blaðamanna og átti einnig sæti í stjórn siðanefndar BÍ. Hann er einn þeirra blaðamanna sem rætt er við í bókinni Íslenskir blaðamenn sem kom út á 110 ára afmæli félagsins en þeir voru handhafar blaðamannaskírteina 1-10.