- Félagið&fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Sigurður fæddist á Læk í Ölfusi. Hann tók stúdentspróf 1897, hóf síðan læknanám á Íslandi, en lauk því í Chicago árið 1907. Hann starfaði um tíma við Dagskrá Einars Benediktssonar og var um stuttan tíma ritstjóri þess ásamt Sigurði Þórólfssyni. Sigurður var um tíma ritstjóri Lögbergs, stofnaði fyrsta barnablað Íslands, Æskuna, árið 1897 og var fyrsti ritstjóri þess. Hann var forvígismaður innan bindindishreyfingarinnar, en starfaði lengst af sem læknir í Lundarbyggð í Manitoba í Kanada. Sigurður var einnig kunnur hagyrðingur og ljóðskáld.