Kristján Bersi Ólafsson (1938–2013)

Kristján Bersi fæddist í Reykjavík 2. janúar, sonur Ólafs Þ. Kristjánssonar, kennara og skólastjóra, og Ragnhildar G. Gísladóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1957, fil. kand.-prófi frá Stokkhólmsháskóla 1962 og prófi í uppeldis- og kennslufræðum í Háskóla Íslands 1971.

Kristján Bersi var blaðamaður á Tímanum 1962–1964, blaðamaður og ritstjóri á Alþýðublaðinu 1965–1970, kennari við Flensborgarskólann 1970–1972, skólastjóri Flensborgarskólans 1972–1975 og skólameistari sama skóla 1975–1999, er hann lét af störfum.

 Kristján Bersi var formaður Blaðamannafélags Íslands 1967–1968, sat í stjórn Félags háskólamenntaðra kennara og síðar í stjórn Hins íslenska kennarafélags um skeið og var formaður Félags áfangaskóla í nokkur ár. Þá var hann varaformaður Bandalags kennarafélaga 1983–1987.

Kristján Bersi ritaði sögu Flensborgarskólans í 100 ár, sem kom út á bók árið 1982. Hann skrifaði fjölda ritgerða og greina í blöð og tímarit og eftir hann liggja einnig margar þýðingar. Hagyrðingur þótti hann góður.

 

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1465837/

 https://timarit.is/files/12683281