Kristín Halldórsdóttir (1939–2016)

Kristín fæddist í Varmahlíð í Reykjadal 20. október. Foreldrar hennar voru Halldór Víglundsson smiður og 1. k. h. Halldóra Sigurjónsdóttir, húsmæðrakennari og síðar skólastjóri Húsmæðraskólans á Laugum. Kristín lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1960 og kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1961.

Hún var blaðamaður við Tímann á árunum 1961–1964 en sneri sér að kennslu og kenndi við Digranesskóla í Kópavogi 1964–1966. Hún var síðan blaðamaður við Vikuna árin 1972–1974 og ritstjóri 1974–1979.

Kristín sat á Alþingi árin 1983–1989 og aftur 1995–1999, lengst af fyrir Samtök um kvennalista, og var starfskona Samtaka um kvennalista 1989–1995. Hún var m.a. formaður þingflokks Samtaka um kvennalista 1984–1985, 1996–1997 og 1998–1999.

Eiginmaður Kristínar var Jónas Kristjánsson ritstjóri sem segir frá hér á öðrum stað, og eitt af fjórum börnum þeirra er Pálmi fyrrum fréttamaður á RÚV.


https://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=390

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/587157/