- Félagið&fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Kjartan Lárus fæddist í Keflavík 6. október, sonur hjónanna Páls Ebenesers Sigurðssonar og Ingibjargar Bergmann Eyvindsdóttur.
Kjartan starfaði sem farmaður og sjómaður og seinna sem strætisvagna- og leigubílstjóri áður en hann hóf störf í blaðamennsku. Kjartan var mikill áhugamaður um íþróttir og hóf að skrifa íþróttafréttir fyrir Vísi. Hann starfaði sem blaðamaður í um 25 ár, skrifaði ýmist íþróttafréttir og almennar fréttir fyrir Vísi, Tímann og DV undir skammstöfuninni -klp-.
Samhliða blaðamennsku starfaði Kjartan framan af sem fararstjóri, fyrst hjá Samvinnuferðum-Landsýn og Úrvali-Útsýn, en seinna tók fararstjórnin alveg yfir. Kjartan starfaði við fararstjórn á Spáni, Írlandi, í Hollandi og Taílandi, svo eitthvað sé nefnt. Hann var gjarnan fararstjóri í golfferðum Íslendinga erlendis, enda mikill áhugamaður um golfíþróttina og starfaði sem liðsstjóri unglinga- og karlalandsliðsins í golfi, auk þess að hann átti um tíma Íslandsmet yfir fjölda af holum í höggi.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/04/07/andlat_kjartan_l_palsson/
https://golf.is/minningarord-um-kjartan-l-palsson/
https://timarit.is/files/10596339