- Félagið&fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Jón var annar í röðinni af ritstjórum Þjóðólfs og alþingismaður Skaftfellinga. Um langa hríð var hann nánasti samverkamaður Jóns Sigurðssonar forseta í þjóðmálabaráttunni, sá sem mest mæddi á hér heima,og kallaði hann sig „skugga“ Jóns Sigurðssonar. Gekk hann næstur Jóni Sigurðssyni í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, eins og segir á vef Jóns Sigurðssonar. Hann fæddist í Melshúsum í Reykjavík, þar sem nú er Garðastræti, og ólst þar upp við kröpp kjör. Í bókinni Sögustaður við Sund kallar Páll Líndal Jón fyrsta innfædda Reykvíkinginn sem kveður að í íslenskum stjórnmálum. „Svo stórt var nafn Jóns Þjóðólfsritstjóra í huga landsmanna að Jón Ólafsson, einn snjallasti eftirkomenda hans í blaðamannastétt, kallaði hann „föður íslenskrar blaðamennsku,“ segir í fjölmiðlasögu Guðjóns Friðrikssonar, Nýjustu fréttir!. „Líklega hefur þó orðstír Jóns Guðmundssonar fyrst og fremst verið svo mikill fyrir einarða stefnu hans í stjórnmálum og útsjónarsemi að halda blaðinu úti. Þá þótti það mestur kostur blaða að þau hefðu ákveðna stefnu í sjálfstæðismálinu. Hitt má efast um að Jón Guðmundsson hafi verið ýkja snjall blaðamaður að því er málfar, hugkvæmni, snarpa fréttamennsku og uppsetningu varðar. Að minnsta kosti þótti hann ekki skrifa lipurlega.“