Guðgeir Magnússon (1927–1988 )

Guðgeir Magnússon fæddist 2. desember á Flateyri við Önundarfjörð. Foreldrar hans voru Magnús Guðmundsson kaupfélagsstjóri og Jónína Geirmundsdóttir.

 Guðgeir lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands 1951. Að því loknu innritaðist hann í Heimspekideild Háskóla Íslands og lagði stund á sögu, bókmenntir og íslensku, en hvarf frá námi eftir tvö ár. Réðst hann þá til starfa á Þjóðviljanum 1954, fyrst sem auglýsingastjóri en síðar sem blaðamaður. Guðgeir starfaði óslitið hjá Þjóðviljanum til ársins 1973 er veikindi bundu enda á starfsferil hans fyrir fullt og allt.

 Guðgeir var föðurbróðir Jóhanns Haukssonar blaðamanns.

 

https://timarit.is/page/2914949?iabr=on#page/n15/mode/2up