- Félagið&fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Egill fæddist 20. febrúar á Hjaltabakka í Torfalækjarhreppi, Austur-Húnavatnssýslu. Hann var sonur Bjarna Guðmundssonar og Soffíu Eggertsdóttur. Egill stundaði nám við Héraðsskólann á Laugum 1934 og Samvinnuskólann 1936. Egill starfaði við dagblaðið Tímann 1936-1941 og rak fornbóksölu í Reykjavík 1941-1958. Egill var auglýsingastjóri við dagblaðið Tímann 1958-1962, en hóf síðan fornbókasölu á ný. Hann þýddi margar þekktar óperettur og óperur, einnig samdi hann og þýddi fjölda texta við kór- og einsöngslög. Egill var einn af útgefendum tímaritsins Straumhvarfa og tímaritsins Vöku.