- Félagið&fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Baldur fæddist í Húsavík á Tjörnesi. Hann var bróðir Benedikts, ritstjóra, bókavarðar og alþingismanns og voru þeir giftir systrum úr Engey. Hann hélt að námi loknu vestur til Kanada og var þar um tíma meðritstjóri Lögbergs í Íslendingabyggðum. Hann festi ekki yndi í Vesturheimi og kom heim aftur í árslok 1911. Árið 1914 gerðist hann blaðamaður á Morgunblaðinu, en seinna varð hann meðritstjóri Vísis og vann þar lengst af starfsævinnar. Um Baldur sagði gamall samstarfsmaður hans á Morgunblaðinu, Árni Óla, í bók sinni Erill og ferill blaðamanns að á Baldri hafi sannast „að sá sem gerist blaðamaður og fær áhuga á því starfi, getur ekki sagt skilið við það aftur, enda þótt hann reyni. Hann hefir fundið köllun sína í lífinu, og hann verður að hlýða því kalli nauðugur viljugur“. Árni segir að Baldur hafi fyrstur gefið Morgunblaðinu gæluheitið Mogginn.