- Félagið&fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Ari fæddist 4. janúar, sonur hjónanna Kára Arngrímssonar, glímukappa og bónda í Staðarholti í Kinn í Ljósavatnshreppi, nú Þingeyjarsveit, og Elínar Ingjaldsdóttur frá Öxará. Upplýsingar vantar um skólagöngu Ara. Hann var blaðamaður á Þjóðviljanum um árabil á stríðsárunum og fyrstu árunum eftir stríð. Hann hætti blaðamennsku þegar hann veiktist af berklum og var sjúklingur á Vífilsstaðahæli um skeið. Um 1960 réðst hann aftur á Þjóðviljann og þá fyrst og fremst sem ljósmyndari. Var hann aðalljósmyndari blaðsins frá 1960 og fram undir miðjan áttunda áratuginn að því best verður séð. Séstaklega var Ari áberandi á síðum Þjóðviljans 1964-1965 þegar blaðið gaf út sérstakt helgarblað, Sunnudag, fylgirit Þjóðviljans, og lagði Ari forsíðunni jafnan til heilsíðuljósmynd eða því sem næst. Hann færði Ljósmyndasafni Íslands, Þjóðminjasafninu, að gjöf myndir sínar, alhliða fréttamyndir frá starfsárum sínum sem blaðaljósmyndari á Þjóðviljanum og spanna þær tímabilið 1945-1975.
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=228996&pageId=3107597&lang=is&q=Ari%20K%E1rason
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=298829&pageId=4459193&lang=is&q=ARI%20K%C1RASON