Andrés Indriðason(1941-2020)

Andrés Indriðason fæddist 7. ágúst í Reykjavík. Foreldrar hans voru Indriði Jóhannsson lögreglumaður og Jóna Kristófersdóttir. Andrés stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík og lauk stúdentsprófi árið 1963. Hann stundaði síðar nám í ensku við Háskóla Íslands. Þá stundaði hann nám í kvikmyndagerð í Danmörku á árunum 1965-1966.

 Andrés starfaði sem enskukennari á árunum 1963-1965. Hann starfaði þá einnig sem blaðamaður við Morgunblaðið. Þegar Sjónvarpið var stofnað árið 1965 hóf Andrés vinnu þar við dagskrágerð og starfaði þar til 1985. Eftir það helgaði Andrés sig aðallega ritstörfum og barna- og unglingabækur hans hafa verið gefnar út víða, m.a.í Þýskalandi, Sviss ogDanmörku.

 Eftir Andrés liggja einnig fjölmargir sjónvarpsþættir og leikverk bæði fyrir leiksvið, útvarp og sjónvarp. Hann var upphafsmaður þáttanna Gettu betur, sem eru eitt vinsælasta sjónvarpsefni íslensks sjónvarpsfrá upphafi. Andrés hefur í seinni tíð aftur snúið sér í ríkari mæli  að dagskrárgerð, m.a. á þáttunum Íslendingar þar sem brugðið er upp svipmyndum af þekktum Íslendingum úr myndsafni sjónvarpsins.

 

http://is.wikipedia.org/wiki/Andr%C3%A9s_Indri%C3%B0ason

 https://www.ruv.is/frett/2020/07/11/andres-indridason-er-latinn