Fréttir

Mikael Torfason ritstjóri Fréttatímans

Mikael Torfason ritstjóri Fréttatímans

Mikael Torfason hefur verið ráðinn ritstjóri Fréttatímans ásamt Jónasi Haraldssyni. Valdimar Birgisson, auglýsingastjóri, er að taka við sem framkvæmdastjóri blaðsins af Teiti Jónassyni, enTeitur verður áfram útgefandi blaðsins og útgáfustjóri. Á föstudag kemur 100. tölublað Fréttatímans út en í október á blaðið tveggja ára afmæli. Í tilkynningu frá Fréttatímanum segir að þessar breytingar séu liður í endurskipulagningu blaðsins og að óbreytt eignarhald og bjartir tímar séu framundan á Fréttatímanum. Þá segir einnig að Jónas sé með yfir 35 ára reynslu af blaðamennsku, en Mikael hefur verið blaðamaður á Íslandi síðustu 16 ár. Hann hóf fyrst störf á Dagblaðinu Vísi og var ritstjóri fylgiritsins Fókuss. Þá var hann einnig fréttastjóri innblaðs á Fréttablaðinu, ritstjóri DV, aðalritstjóri Fróða og Birtíngs. Jónas tók við af Jóni Kaldal, stofnanda blaðsins, sem ritstjóri í apríl síðastliðnum.
Lesa meira

"Stórútsala" á svæðisblöðum í Noregi

Bæði samkeppniseftirlitið og fjölmiðlaeftirlitið í Noregi hafa gert athugasemdir við fyrirhugaða sameiningu útgáfufyrirtækjanna Eddu og A-pressen. A-pressen hefur verið alveg sérstaklega sterkt á héraðsfréttablaðamarkaði eða svæðisbundum blaðamarkaði, og í úrskurði frá fjölmiðlaeftirlitinu sem kom fyrir helgi segir að til þess að af samrunanum geti orðið þurfi A-pressen að selja nokkur héraðsfréttablöð. Þetta kemur til viðbótar því að samkeppniseftirlitið var búið að úrskurða um að A-pressen þyrfti að selja tvö blöð. Fjölmiðlaeftirlitið horfir fyrst og fremst til þess að samræða á fjölmiðlamarkaði sé fjölbreytt og að þar ríki fjölræði, en samkeppniseftirlitið hugar hins vegar að rekstri og viðskiptaforsendum markaðarins. Talsverðar efasemdir eru uppi um að heppilegt sé að efna til stórútsölu á svæðisbundnum miðlum, enda standi kaupendur ekki í röðum, en norsk lög eru mjög skýr varðandi eingarhald og ekki búist við neinum undanþágum frá þessum úrskurði. Norska blaðamannafélagið hefur átt von á að gerðar yrðu kröfur um að A-pressen seldi blöð, en formaður félagsins, Elin Floberghagen, segir mikilvægast í stöðunni að kaupendur séu aðilar sem hafi getu og vilja til að halda úti metnaðarfullum ritstjórnum á þessum blöðum. „Það sem skiptir máli frá sjónarhóli Blaðamannafélagsins er að standa með þeim blaðamönnum sem fylgja með í sölunni frá A-pressen. Við viljum vernda störfin og standa vörð um gæði blaðamennskunnar. Bæði A-pressen og verðandi eigendur á blöðunum sem seld verða bera ábyrgð á því að gæði blaðamennsku minnki ekki og að fjölbreytni og fjölræði haldist," segir Elin Floberghagen í fréttatilkynningu. Sjá meira hér
Lesa meira
Fjöldauppsagnir hjá Belinske Media

Fjöldauppsagnir hjá Belinske Media

Fjöldauppsagnir hafa verið boaðaðar hjá danska útgáfurisanum Berlinske Media, sem gefur út fjölda dagblaða og rekur marga aðra fjölmiðla. Tilkynning um uppsagnir og samdrátt koma aðeins hálfu ári eftir að farið hafði verið í umfangsmiklar sparnaðaraðgerðir með uppsögnun, samdrætti og hagræðingu. Formaður danska Blaðamannafélagsins, Mogens Blicher Bjerregård, lýsir undrun yfir þessum ráðstöfunum og segir að það sé ekki vænlegt til rekstrarárangurs að skera niður starfsemina aftur og aftur. Fyrirtæki verði ekki sterkari, betri eða með meiri lífskraft sé slíkum aðferðum beitt. Alls er áætlað að leggja niður 83 stöður, mest í stjórnun og stoðkerfi fyrirtækisins en þó er ákveðið að segja upp 13 blaðamönnum. Þess utan fylgja þessu ýmsar breytingar og hagræðing sem felur í sér skerðingu á ritstjórnarlegri getu. Af þeim 83 stöðum sem leggja á niður eru 17 ómannaðar í augnablikinu þannig að það verða 66 manns sem beinlínis þarf að segja upp. Þetta á að spara fyrirtækinu 16 milljónir danskra króna á árinu. Sjá meira hér
Lesa meira
Fær Assange hæli í Ekvador?

Fær Assange hæli í Ekvador?

Embættismaður í Ekvador fullyrti í samtali við Guardian í gær að forseti landsins, Rafael Correa, hygðist veita Julian Assange pólitískt hæli. Blaðið hafði þetta eftir nafnlausri heimild og nú hefur forsetinn sjálfur í twitterfærslu sagt að orðrómur um að Assange fá pólitískt hæli sé úr lausu lofti gripinn – engin ákvörðun hafi verið tekin og hann bíði enn eftir skýrslu um málið. Sem kunnugt er hefur Julian Assange stofnandi WikiLeaks verið í sendiráði Ekvador í Lundúnum síðustu tvo mánuði og hefur hann formlega sótt um pólitískt hæli. Sjá einnig hér
Lesa meira
Mesta áhorf í sögu BNA

Mesta áhorf í sögu BNA

Ólympíuleikarnir í London eru það einstaka íþrótta- eða skemmtiefni sem mest hefur verið horft á í bandarísku sjónvarpi frá upphafi. Það var NBC sjónvarpsstöðin sem tilkynnti um þetta og sagði að tæplega 220 milljónir Ameríkana hefði horft á útsendingu frá leikunum – sem er nálægt því að vera um 2/3 af allri bandarísku þjóðinni. Útsendingarnar fóru í gegnum fjölmargar stöðvar sem tengjast NBC og stóðu yfir í 17 daga. Þetta er talsvert meira en áhorfstalan fyrir Bejing leikana fyrir fjórum árum en þá horfðu um 215 milljónir á útsendingar frá leikunum. Áhorfið á lokaathöfn leikanna nú á sunnudagskvöld fór fram úr björtustu vonum hjá NBC en þá horfðu um 31 milljón manns á útsendinguna í Bandaríkjunum. Raunar er sú tala ekki alveg óvænt í ljósi þess að meðaláhorf í BNA á hverju kvöldi á útsendingar frá OL var rétt rúm 31 milljón manns. Sjá meira hér
Lesa meira
70 blaðamenn drepnir á fyrri helmingi 2012

70 blaðamenn drepnir á fyrri helmingi 2012

Að minnsta kosti 70 blaðamenn og aðrir starfsmenn fjölmiðla hafa verið drepnir í vinnunni á fyrri hluta þessa árs. Þar með eru fyrstu sex mánuðir ársins 2012 að verða eitthvert blóðugasta tímabil sögunnar hvað þetta varðar. Í Sýrlandi einu hafa fimmtán verið drepnir á þessum tímabili samkvæmt upplýsingum frá News Safety Institute (INSI) í Cardiffháskóla. Á eftir Sýrlandi hafa flestir verið drepnir í Nígeríu þar sem sjö hafa látið lífið, Brasilía, Sómalía, og Indónesía þar sem fimm hafa látist. Til samanburðar voru allt árið 2011 drepnir 124 blaðamenn við störf sín og þar af 56 á fyrstu 7 mánuðum ársins. Það vekur athygli í þessari úttekt að flest dauðsföllinn verða í löndum þar sem formlega er friðarástand en yfir fjörtíu blaðamenn voru drepnir í löndum sem ekki áttu í neins konar stríði. Í flestum tilfellum var þar um að ræða ofbeldi af hálfu glæpahópa sem iðulega njóta þegjandi samþykkis stjórnvalda eða valdamikilla stofnana í viðkomandi þjóðfélögum. Sjá einnig hér
Lesa meira
Vinningsmyndin í fyrra þegar þemað var

Alþjóðleg ljósmyndakeppni EJC

Evrópska blaðamennskumiðstöðin (EJC) hefur nú kynnt fjórðu alþjóðlegu ljósmyndakeppnina „Smelltu um það" (Click about it) og er þemað að þessu sinni „Kreppa og hamfarir". Keppnin er haldin í samstarfi við ýmsar stofnanir og ráðuneyti vítt um heim og er hugmyndin að draga fram bestu myndirnar annað hvort frá áhugaljósmyndurum eða atvinnumönnum sem tengjast þessu þema. Þemað gæti hentað íslenskum ljósmyndurum vel, og er keppnin því sérstaklega áhugaverð að þessu sinni. Eftirfarandi viðfangsefni flokkast undir þema keppninnar: -Náttúruhamfari s.s. flóð, jarðskjálftar hvirfilbilir eða eitthvað af þeim toga. - Pólitískar óeirðir eða mótmæli af einhverjum toga, allt frá friðsamlegum mótmælum upp í hatrömm átök. -Vopnuð átök, stríð og uppreisnir ýmist alþjóðleg, svæðisbundin eða staðbundin. - Fjármálakreppan, hvernig fjármálakreppa getur birst í hinum ýmsu myndum og haft áhrif á líf almennings. -Þróunarkreppa, hvernig kreppur og vandamál geta skapast í tengslum við heilsuspillandi umhverfi, vatnsskort,og skort á hreinlæti og menntun. -Borgarlíf, hvernig mannfjölgunarsprengjan getur haft áhrif á líf fólks í borgum. -Loftslagsbreytingar, merki um það hvernig loftslagbreytingar eru að eiga sér stað, ekki síst ummerki í nágrenni við daglegt líf almennings. Alls verða veitt sjö verðlaun, en tvenn aðalverðlaun eru þó í boði. Þau felast í skoðunarferð sem tengist þema keppninnar, en fimm aukaverðlaun munu jafnframt veitt, en þau eru 200 dala ávísun á bækur eða varning frá Amazon. Tekið er á móti myndum í keppnina fram til 29. október næst komandi og alþjóðleg dómnefnd mun velja myndirnar og verðlaunamyndir verða kynntar þann 23.nóvember. Sjá nánar hér  
Lesa meira
Frá afhendingu verðlaunanna í fyrra, en þá fékk Ragnar Axelsson, ljósmyndari á Morgunblaðinu verðlau…

Fjölmiðlaverðlaun umhverfisráðuneytisins

Ástæða er til að minna á að frestur fyrir tilnefningar til fjölmiðlaverðlauna umhverfisráðuneytisins sem umhverfisráðherra veitir á Degi íslenskrar náttúru rennur út 15. ágúst næstkomandi. Fjölmiðlaverðlaun umhverfisráðuneytisins verða veitt fjölmiðli, ritstjórn, blaða- eða fréttamanni, dagskrárgerðarfólki eða ljósmyndara sem hafa skarað fram úr með umfjöllun sinni um íslenska náttúru. Til greina koma einstök verkefni eða heildarumfjöllun um íslenska náttúru. Nánar má lesa um verðlaunin hér. Í dómnefnd vegna verðlaunanna sitja María Ellingsen formaður, Jónatan Garðarsson og Valgerður A. Jóhannsdóttir. Fjölmiðlafólk er eindregið hvatt til að senda inn tilnefningar vegna verðlaunanna. Tilnefningar með rökstuðningi berist Umhverfisráðuneytinu, Skuggasundi 1, 150 Reykjavík, eða á netfangið postur@umhverfisraduneyti.is Við sama tilefni er einnig veitt náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti einstaklingi sem hefur unnið markvert starf á sviði náttúruverndar.
Lesa meira

"Don´t tweet me this way!"

Blaðakonur í Bretlandi og ugglaust víðar, sem starfa við netfjölmiðla og blogg, hafa á síðustu misserum orðið fyrir talsverðu kynbundnu einelti á netinu. Þetta varð tilefni til þess að breska blaðamannasambandið NUJ efndi til ráðstefnu á dögunum undir yfirskriftinni: „Don´t tweet me this way – still sexist and not just on paper." Micelle Stainstreet, framkvæmdastjóri NUJ segir að aðgerða sé þörf gagnvart ristjórum netmiðla sem láti hvers kyns óþverraskap og kynbundna niðurnlægingu viðgangast. Hún segir: „Ritstjórarnir myndu aldrei leyfa sér að prenta svona í dagblöðum og hvers vegna á þá að láta það viðgangast á netmiðlun? Frásögn af þessari ráðstefnu og fleiru er varðar jafnrétti í fjölmiðlum er að finna í jafnréttisfréttabréfi IFJ sem sjá má hér.
Lesa meira
Reddit Edit gerir auðveldara að finna fréttamál

Reddit Edit gerir auðveldara að finna fréttamál

Freelance blaðamaður og forritari hjá Guardian og New York Times, hefur útbúið sérstaka ritstýrða útgáfu af safnsíðunni „Reedit" sem hann kallar „Reddit Edit". Reddit er sem kunnugt er víðfræg safnsíða þar sem fréttum víða að úr heiminum og frá aðskiljanlegustu uppsprettum er safnað saman en lesendur geta síðan kosið hvort við komandi efni sé áhugavert eða ekki og niðurröðun efnisins miðast við hvað lesendur segja. Í hinni nýju útgáfu er aðgengi og flokkun á fréttum gerð enn aðgengilegri og er hugsuð sem skjót leið fyrir blaðamenn til að kynna sér og ákveða efni til að skrifa um og byggja á. Reddit vakti sérstaka athygli heimspressunnar á dögunum þegar morðin voru framin í kvikmyndahúsi í Aurora í Colorado á frumsýningu Batman myndarinnar, fyrir það hvernig stórviðburður heimsfréttanna var dekkaður þar. Þannig talaði Keith Wagstaff hjá Time m.a. um að enginn frétta eða samfélagsmiðill hefði fjallað um þann atburð á hraðari og ítarlegri hátt en einmitt Reddit.
Lesa meira