Fréttir

Ávarp Ban Ki-moon og Irina Bokova

Ávarp Ban Ki-moon og Irina Bokova

Sameiginlegt ávarp Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og Irinu Bokova, framkvæmdastjória UNESCO, á Alþjóðadegi fjölmiðlafrelsis 3. maí 2012:  Tjáningarfelsið er á meðal okkar dýrmætustu réttinda.  Það liggur til grundvallar öllu öðru frelsi og er ein helsta stoð mannlegrar reisnar. Frjálsir, margradda og óháðir fjölmiðlar eru ómissandi til þess að tjáningarfrelsið fái notið sín.  Þetta er inntak Alþjóðlegs dags fjölmiðlafrelsis. Frelsi fjölmiðla felur í sér frelsi til að hafa skoðanir og leita, sækja og miðla upplýsingum og hugmyndum á hvaða hátt sem er og án tillits til landamæra; eins og kveðið er á um í 19. grein Mannréttindayfirlýsingarinnar. Slíkt frelsi er frumskilyrði heilbrigðs- og kraftmikils samfélags.
Lesa meira
Tilkynning

Frestur sumarleigu orlofshúsa til 12. apríl

Umsóknarfrestur vegna sumarleigu á orlofshúsum Blaðamannafélags Íslands í Stykkishólmi, á Akureyri og í Brekkuskógi er til og með fimmtudeginum 12. apríl næstkomandi. Umsóknareyðublöð á press.is en einnig er hægt að senda tölvupóst á orlofshus@press.is Um er að ræða vikuleigu frá föstudegi til föstudags. Samtals 13 vikur frá 1. júní til og með 31.ágúst. Tilgreinið fleiri en einn möguleika til þess að auðvelda úthlutun. Raðhúsið á Akureyri er með svefnplássi fyrir 7-8Stóra-Brekka með gestahúsi er með svefnplássi fyrir 9-10 í rúmum.Litla-Brekka er með svefnplássi fyrir 5-6.Stykkishólmur er með svefnplássi fyrir 12-14. Vikuleiga fyrir fullgilda félagsmenn Bí á Akureyri og Stóru-Brekku er 20 þús., í Stykkishólmi 25 þús. og vikuleiga fyrir Litlu-Brekku 15 þús. Myndir og uppl. á heimasíðu BÍ press.is Orlofshúsin í Brekku voru endurnýjuð öll að innan fyrir fáum árum síðan og íbúðin á Akureyri var öll endurnýjuð fyrir sex árum síðan og pallurinn við húsið fyrir tveimur árum. Húsið í Stykkishólmi er byggt árið 2006. Orlofssjóður verður ekki með hús í Bolungarvík til leigu í sumar eins og í fyrra. Veiðikort og hótelkort verða hins vegar til sölu eins og á síðasta ári á nýjum orlofsvef sem unnið er að að koma í loftið. Munið 12. apríl. Kv. Hjálmar
Lesa meira
Alþingi

Frumvarp um eingarhald komið fram

Fram er komið á Alþingi frumvarp um reglur um eignarhald fjölmiðla, en frumvarpið kemur fram sem breytingar eða viðbót við gildandi fjölmiðlalög frá því í fyrra. Frumvarpið byggir í ölum aðalatriðum á starfi nefndar um eignarhald á fjölmiðlum sem starfaði undir stjórn Karls Axelssonar og skilaði af sér í september síðast liðnum.  Samkvæmt frumvarpinu verða ekki fastsettar reglur eða hlutfallstölur um eignarhald, heldur verða matskenndar heimildir færðar Samkeppniseftirlitinu til að grípa inn í ef samþjöppun er talin of mikil. Fjölmiðlanefnd er Samkeppniseftirlitinu til ráðgjafar í þessum málum.
Lesa meira
Tilkynning

Formannsmolar - orlofshús!

Auglýst er eftir umsóknum vegna dvalar í orlofshúsum BÍ um páskana 2012 frá miðvikudeginum 4. apríl til þriðjudagsins 10. apríl. Orlofshúsin eru fjögur talsins, raðhús á Akureyri, Stóra-Brekka, Litla-Brekka og Stykkishólmur. Leiguupphæð um páska er sú sama og leiguupphæð að sumri. Umsóknarfrestur er til fimmtudagsins 15. mars og ber að sækja um á netfangið orlofshus@press.isVið úthlutun er tekið mið af því hvort félagar eru fullgildir, hversu lengi þeir hafa verið í félaginu og hvort þeir hafi áður fengið úthlutað um páska.Kv.Hjálmar
Lesa meira
pressukvöld um siðareglur

pressukvöld um siðareglur

Pressuköld um endurskoðun siðareglna BÍ verður haldið næstkomandi þriðjudag 17. jan klukkan 20 í húsnæði BÍ að Síðumúla 23. Framsögumenn: Björn Vignir Sigurpálsson, formaður siðanefndar BÍ, Birgir Guðmundssonar, ritstjóri Blaðamannsins, Jakob Bjarnar Grétarson, blaðamaður. Endurskoðun siðareglna BÍ hefur verið á dagskránni nokkur undanfarin ár.
Lesa meira
Like takkinn ólöglegur í Þýskalandi

Like takkinn ólöglegur í Þýskalandi

Yfirmaður Persónuverndar í þýska fylkinu Schleswig-Holstein, Thilo Weichert, tilkynnti nokkuð óvænt sl. föstudag að „like“ takkinn á Facebooksíðum bryti í bága við persónuverndarlög í Þýskalandi.  Eftir rúman mánuð gætu því stjórnendur vefsíðna sem bjóða upp á þennan möguleika átt von á því að verða sektaðir fyrir brot á persónuverndarlögum. Sektarheimildir Persónuverndar eru rúmar og geta numið allt að 50 þúsund evrum.
Lesa meira
DV 100 ára í dag

DV 100 ára í dag

„Í gær: Austanpóstur kom í gærkveldi. Enginn giftur, dáinn eða jarðsunginn í bænum. Skipaferðir engar.“ Þannig hljómaði innlend smáfrétt í dálknm "Úr bænum", á forsíðu fyrsta tölublaðs fyrsta dagblaðsins á Íslandi sem enn lifir. Þetta var í dagblaðinu Vísi fyrir einni öld síðan í dag, þann 14. desember 1910.
Lesa meira
Sýning um feril Einars Hjörleifssonar Kvaran

Sýning um feril Einars Hjörleifssonar Kvaran

Í dag var opnuð sýning í Þjóðarbókhlöðunni þar sem fjallað er um feril Einars Hjörleifssonar Kvaran
Lesa meira

Iðanefnd B.Í. og þróunin þar á umliðnum árum

Ástæða er til að vekja athygli á fyrirlestri Þorsteins Gylfasonar fyrrum formanns siðanefndar B.Í. sem haldinn verður á Akureyri á miðvikudag. Þorsteinn mun fjalla um iðanefnd B.Í. og þróunina þar á umliðnum árum. Press.is mun verða á staðnum og segja frettir af fyrirlestrinum að honum loknum......
Lesa meira

Þátttaka starfsmanna RÚV í kosningabaráttu stjórnmálaflokkanna

Útvarpsráð fjallaði í gær um þátttöku starfsmanna RÚV í kosningabaráttu stjórnmálaflokkanna og var þar í forgrunni sú staðreynd að Gísli arteinn Baldursson, sem stýrir skemmtiþætti í sjónvarpinu var spyrill í kynningarþætti jálfstæðisflokksins. Fram kom að ekki eru til reglur um þessa hluti, en Kristín Halldórsdóttir bókaði vegna málsins......
Lesa meira