Fréttir

Fréttabréf EFJ fyrir júlí

Fréttabréf EFJ fyrir júlí

Í júlí - fréttabréfi Evrópusambands blaðamanna er meðal annars fjallað um þing sambandsins frá því fyrr í sumar. Á þinginu var hugur fólks nokkuð bundinn við aðferðir og leiðir til að svara erfiðu atvinnuástandi meðal blaðamanna í álfunni, en mjög víða hefur fjölmiðlum verið steypts saman eða þeim hreinlega lokað og fjöldi blaðamanna og annars fjölmiðlafólks misst vinnuna í kjölfarið. Þá haf menn ekki síður af samþjöppun eignarhalds og þeim hættum sem það hefur í för með sér bæði fyrir sjálfstæði ritstjórna og almennt fyrir fjölbreytni í fjölmiðlum, sem er jú ein af grundvallarforsendum þess að fjölmiðlarnir geti virkað sem upplýsingakerfi lýðræðisins. Þá má til gamans geta þess að í fréttabréfinu er frétt um niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í máli tveggja blaðamanna gegn íslenska ríkinu. Fréttin er undir yfirskriftinni: Journalists "right to quote criticism of strip clubs" Hægt er að skoða fréttabréf EFJ fyrir júlí með því að smella hér.
Lesa meira
Áhyggjur af fjölbreytni fjölmiðla í Frakklandi

Áhyggjur af fjölbreytni fjölmiðla í Frakklandi

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) lýsti í gær yfir áhyggjum sínum vegna stöðu á fjölmiðlamarkaði í Frakklandi, eftir að dagblaðinu France Soir var lokað og svipuð örlög blasa við nokkrum svæðisblöðum sem eru í eigu Hersant útgáfusamsteypunnar (GHM). „Endalok France Soir markar enn eitt höggið fyrir fjölbreytnina í frönsku fjölmiðlalandslagi, en þessi lokun kemur beint í kjölfar þess að dagblaðið La Tribune hvarf af sjónarsviðinu," segir Arne König forseti EFJ. „Auk þess þýðir þetta að hundruð starfsmanna við fjölmiðlun mun missa vinnuna. Hneykslismálin í Bretlandi í kringum Murdoch veldið sýna hversu hættulegt það getur verið þegar dregið er verulega úr fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlum," segir König ennfremur. Um leið og þessi samdráttur verður á landsdekkandi miðlum eru héraðs- og svæðismiðlar sem tilheyra Hersant útgáfusamsteypunni í mikilli vörn. Samsteypan hefur átt í viðræðum við belgíska útgáfufyrirtækið Rossel group um sölu á fjölmörgum blöðum, en sú söluumræða hefur byggst á því að samhliða muni mikill niðurskurður og lokanir á blöðum eiga sér stað. EFJ krefst þess að þessar viðræður og áform um hagræðingu fari fram fyrir opnum tjöldum og að gagnsæi verði tryggt, enda varði þetta mál atvinnu og afkomu hundruða manna auk þess sem fjölbreytni fjölmiðlamarkaðarins í Frakklandi sé í húfi.
Lesa meira
Hér má sjá bangsa sem hent var niður úr flugvélinni sem rauf lofthelgina.

Fangelsaður vegna "bangsa"-máls

Alþjóðasamband blaðamanna og Evrópusamband blaðamanna hafa krafist þess að blaðamaðurinn Anton Surapin frá Hvíta Rússlandi verði þegar í stað látinn laus úr fangelsi, en stjórnvöld þar í landi handtóku hann fyrr í mánuðinum fyrir að birta mynd af böngsum sem varpað hafði verið niður úr flugvél yfir Hvíta Rússlandi. Bangsarnir komu frá sænsku auglýsingafyrirtæki og voru áfastir við þá miðar með ýmsum skilaboðum um að styðja bæri við tjáningarfrelsi í Hvíta Rússlandi. Flugvélin sem varpaði niður sænsku böngsunum rauf lofthelgi í Hvíta Rússlandi og er ekki vitað hvernig henni tókst að komast framhjá lofvarnarkerfi hersins. För sænsku vélarinnar er því auðmýkjandi fyrir hermálayfirvöld í Hvíta Rússlandi og grefur undan tiltrú á getu þeirra til að verja landið. Hlutur blaðamannsins í þessu er hins vegar sá einn að hafa tekið við mynd af þessum böngsum og birt hana á netútgáfu fjölmiðils síns, en blaðamaðurinn er raunar 20 ára gamall nemi í blaðamennsku og birti myndina á vefsíðu fyrir fréttamyndir. Hann hefur nú verið kærður fyrir að aðstoða sænsku vélina við að rjúfa lofthelgi landsins og hefur ekki fengið að hitta fulltrúa blaðamannafélags landsins né fjölskyldu sína. Allt væri þetta mál fáránlegt og jafnvel broslegt ef ekki vægi fyrir þá staðreynd að blaðamaðurinn gæti átt yfir höfði sér 7 ára fangelsisvist. „Þetta mál væri næstum fyndið ef ekki væri fyrir það að blaðamaðurinn sem í hlut á gæti þurft að gjalda 7 ár af frelsi sínu til að reyna að lappa upp á sært stolt stjórnvalda sem voru auðmýkt með þessum atburði. Það verður einfaldlega að falla frá öllum kæruliðum strax, áður en þetta mál með sinni sérstöku blöndu af gríni og grimmd verður efni í farsa í ætt við myndir Sacha Baron Cohen (Boarat)," segir Jim Boumelha, forseti Alþjóðasambands blaðamanna. Arne König formaður Evrópusambandsins tekur í sama streng og segir: „Þetta mál er áminning um grímulausa valdbeitingu stjórnvalda, sem handtaka stúdent í Minsk fyrri að birta myndir af vandræðalegu öryggismálaklúðri hundruð kílómerta í burtu. Stjórnin á að sleppa Surapin án tafar," segir König.
Lesa meira
Tvö bresk blöð brjóta réttarfarslög

Tvö bresk blöð brjóta réttarfarslög

Tvö bresk síðdegisblöð hafa í héraðsdómi í London verið fundin sek um að brot á réttarfarsreglum og að spilla fyrir dómsmáli með umfjöllun sinni um málið. Umfjöllun Daily Mail og Daily Mirror um morðmál og brottnám ungrar skólastúlku á meðan að málið var í dómsmeðferð var talin þess elðis að blöðin hefðu hugsanlega haft veruleg áhrif á þá kviðdóminn sem skipaður hafði verið, og að ekki yrði unnt að segja að kviðdómurinn kæmi óvilhallur og fordómalaus að málinu. Í framhaldinu höfðaði saksóknari mál á hendur blöðunum, sem gripu til varna og sögðu fréttaflutning sinn ekki hafa verið þess eðlis að hann vekti upp umtalsverða fordóma gagnvart hinum ákærða. Blöðin voru hins vegar fundin sek um að hafa spillt réttarhöldunum og birt upplýsingar sem kviðdómendur höfðu ekki fengið og sett þær fram á þann hátt að þær væru til þess fallnar að valda hjá þeim fordómum. Þar með hefðu blöðin ekki virt þær réttarfarsreglur sem gilda í Bretlandi, þ.e. þær reglur sem gilda um málsmeðferð fyrir dómi og hvernig fjölmiðlar þurfi að umgangast þær. Sjá einnig hér
Lesa meira
Sjálfhverfa hjá stórum fréttamiðlum

Sjálfhverfa hjá stórum fréttamiðlum

Svo virðist sem mikil sjálfhverfa einkenni veftengingar (hyperlinks) hjá stórum og almennum fréttaveitum, en þessar veftengingar eiga að bæta frekari efnisatriðum og upplýsingum við fréttirnar sem þessir fréttamiðlar eru að flytja. Samkvæmt könnun Marks Coddington við Texasháskóla í Austin, Texas, eru 91% allra veftenginga (hyperlinks) hjá almennum stórum fréttaveitum í þær sjálfar, þ.e. þær tengja við efni og upplýsingar sem hafa komið fram hjá þeim áður. Hins vegar skoðaði Coddington einnig veftengingar hjá almennum sjálfstæðum bloggurum og komst að því að þeir tengja aðeins í 18% tilfella í sjálfa sig. Sjá einnig hér
Lesa meira

EFJ mótmælir hótun AGS

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hefur fordæmt tilraunir fulltrúa Alþjóða gjaldeyrissjóðsins (AGS) í Grikklandi til að kúga blaðamann til að uppljóstra um heimildarmann sinn. Fulltrúi AGS sagði að blaðið sem blaðamaðurinn starfaði hjá myndi ekki fá neinar upplýsingar frá sjóðnum vegna þess að blaðamaðurinn neitaði að upplýsa um hver heimildamaður hans að frétt væri. Fulltrúi AGS sem hér um ræðir heitir Bob Tra og var með þessum yfirlýsingum að bregðast við frétt í blaðinu TO VIMA sem Zois Tsolis skrifaði. Í fréttinni sem skrifuð var 24. júní sl. kom m.a. fram að opinberum embættismönnum hefði fjölgað í Grikklandi á síðustu tveimur árum þrátt fyrir að samningur Grikklands við AGS, evrópskar fjármálastofnanir og Evrópska seðlabankann kvæði á um hið gagnstæða. Blaðamaður Zois Tsolis hafði verið boðaður á fund með fulltrúa AGS og spurður út í hvar hann hefði komist yfir þessi gögn. Blaðamaðurinn vildi hins vegar ekki upplýsa það og brást fulltrúinn Traa þá þannig við að AGS myndi ekki eiga nein samskipti við þetta dagblað, enda nóg af fjölmiðlum sem færu „nákvæmlega og rétt með upplýsingar" sem þeim væru látnar í té. „Hegðun af þessu tagi hjá háttsettum alþjóðlegum embættismanni er bæði óviðeigandi og ógnandi við fagstétt okkar," segir forseti Evrópusambands blaðamanna, Arne König. „Það að biðja blaðamann um að uppljóstra um heimildamann sinn að réttum og nákvæmum upplýsingum er ekkert annað en aðför að grundvallaratriðum fjölmiðlafrelsisins," segir König enn fremur
Lesa meira
Yfirlýsing vegna úrskurðar Mannréttindadómstóls Evrópu 10. júlí 2012

Yfirlýsing vegna úrskurðar Mannréttindadómstóls Evrópu 10. júlí 2012

Dagurinn í dag er stór dagur í sögu tjáningarfrelsis á Íslandi. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur staðfest rétt blaðamanna til að fjalla um mikilvæg málefni sem varða almenning miklu á opin og heiðarlegan hátt og hafa rétt eftir viðmælendum sínum. Það er ótrúlegt að atbeina Mannréttindadómstólsins þurfi til, en íslenskir dómstólar hafa því miður ekki haft skilning á mikilvægi tjáningarfrelsins fyrir lýðræðislega umræðu í samfélaginu. Það hefur ítrekað endurspeglast í úrskurðum þeirra á undanförnum árum og þannig lagt stein í götu blaðamennsku og fjölmiðlunar í landinu. Það er óskandi að nú verði breyting á, því tjáningarfrelsið er hornsteinn lýðræðislegra samfélagshátta og ekkert er jafn öflugt meðal til til að uppræta spillingu og ranglæti.
Lesa meira

Ofbeldisaðgerðir tyrkneskra stjórnvalda gagnvart fréttamönnum halda áfram

Tyrkneskar öryggissveitir réðust fyrir skömmu á skrifstofu tyrknesku fréttastofuna Günes News Agency í Istanbul sem meðal annars gefur út vikublaðið Atilim. Aðgerðin var liður í baráttu stjórnvalda gegn starfsemi marxísk-lenínísks flokks (Marxist-Leninist Communist Party (MLKP)) sem stjórnvöld hafa bannað. Lögreglan framkvæmdi húsleit og gerði gögn upptæk. Fimmtán starfsmönnum fréttastofunnar var haldið í gíslingu í marga klukkutíma og lá starfsemi fréttastofunnar niðri á meðan. Lögrelan framvísaði engum heimildum en hafði síðan gögn á brottmeð sér.
Lesa meira

Áhorfendur mega ekki selja myndefni af ÓL

Búast má við að erfitt kunni að verða fyrir íslenska fjölmiðla og fjölmiðlafólk að nýta sér myndefni eða upptökur frá áhorfendum á ólympíuleikunum í London í sumar. Mjög strangar reglur hafa verið settar þeim sem kaupa miða á íþróttaviðburði leikanna varðandi hvernig og hvað þeir mega gera við það myndefni sem þeir afla sér. Þannig er alveg skýrt, að myndefni sem áhorfandi tekur, getur einvörðungu nýst til persónulegulegra nota, t.d. verið sett á persónulegar blogg-, facebook- eða twittersíður, þannig að tryggt verði að myndefnið sé ekki notað í viðskiptaskyni. Þetta þýðir að ólöglegt er að selja slíkt efni til blaða, tímarita eða útvarps- og sjónvarsstöðva eða vefsíðna sem eru í almennri útgáfu.
Lesa meira
Frakkar íhuga afnotagjöld af tölvuskjám

Frakkar íhuga afnotagjöld af tölvuskjám

Frönsk stjórnvöld er nú að íhuga að víkka út afnotagjaldið fyrir sjónvarpið þannig að það nái til tölvuskjáa líka, og auk þannig tekjur sem renna til ríkisstyrkts almannaútvarps í landinu. Þetta er haft eftir menningarmálaráðherranum á laugardag.  Vinstristjórn Francois Hollande  stefnir að því að auka skatttekjur um 7,5 milljarða evra á þessu ári með skattahækkunum og verða þessar hækkanir kynntar í endurskoðuðum fjárlögum síðar í vikunni. Afnotagjaldið sem nú 125 evrur í Frakklandi og 80 evrur í fylkjum sem lúta franskri stjórn utan Frakklands hafa farið óskipt í að fjármagna almannaútvarp og sjónvarp.  En samkvæmt könnun sem Global TV birti fyrr á þessu ári eru það meira en 11 milljón manns sem reglulega horfa á sjónvarp af tölvuskjá, spjaldtölvum eða snjallsímum og hefur sú tala hækkað um 41% frá því á sama tíma í fyrra.
Lesa meira