"Don´t tweet me this way!"

Blaðakonur í Bretlandi og ugglaust víðar, sem starfa við netfjölmiðla og blogg, hafa á síðustu misserum orðið fyrir talsverðu kynbundnu einelti á netinu. Þetta varð tilefni til þess að breska blaðamannasambandið NUJ efndi til ráðstefnu á dögunum undir yfirskriftinni: „Don´t tweet me this way – still sexist and not just on paper." Micelle Stainstreet, framkvæmdastjóri NUJ segir að aðgerða sé þörf gagnvart ristjórum netmiðla sem láti hvers kyns óþverraskap og kynbundna niðurnlægingu viðgangast. Hún segir: „Ritstjórarnir myndu aldrei leyfa sér að prenta svona í dagblöðum og hvers vegna á þá að láta það viðgangast á netmiðlun?

Frásögn af þessari ráðstefnu og fleiru er varðar jafnrétti í fjölmiðlum er að finna í jafnréttisfréttabréfi IFJ sem sjá má hér.