Fær Assange hæli í Ekvador?

Embættismaður í Ekvador fullyrti í samtali við Guardian í gær að forseti landsins, Rafael Correa, hygðist veita Julian Assange pólitískt hæli. Blaðið hafði þetta eftir nafnlausri heimild og nú hefur forsetinn sjálfur í twitterfærslu sagt að orðrómur um að Assange fá pólitískt hæli sé úr lausu lofti gripinn – engin ákvörðun hafi verið tekin og hann bíði enn eftir skýrslu um málið.

Sem kunnugt er hefur Julian Assange stofnandi WikiLeaks verið í sendiráði Ekvador í Lundúnum síðustu tvo mánuði og hefur hann formlega sótt um pólitískt hæli.

Sjá einnig hér