Fréttir

Sjónvarpsmenning þjóðbundin í Evrópu

Sjónvarpsmenning þjóðbundin í Evrópu

Evrópskum sjónvarpsáhorfendum er stöðugt boðið upp á meira og fjölbreyttara sjónvarpsefni sem með einum eða öðrum hætti er styrkt eða unnið á vegum ESBþ Þrátt fyrir það virðist sjónvarpsmenning einstakra landa vera rígbundin við landamæri viðkomandi þjóðríkis. Þetta kom framm hjá talsmanni ESB þear hann kynni ársskýslu um sjónvarpsáhorf í Evrópu. Í Evrópu gildir að sjónvarpsstöðvar verða að vera með amk. 50% af efni sínu frá Evrópu, regla sem raunar gildir hér á landi líka vegna EES, og samkvæmt skýrslunni uppfylla flest ríki þessi skilyrði og gott betur en meðaltalið fyrir alla 2009 – 2010 er að 65% sjónvarpsefnis er upprunnið í Evrópu. Hins vegar er lang stærstur hluti þessa evrópska efnis í raun innlent efni í viðkokmandi landi, og aðeins 8,1% af efninu er að meðaltali frá öðrum Evrópulöndum. Sjá einnig hér
Lesa meira
Ómar Garðarsson

Ómar hættir sem ritstjóri Frétta

Ómar Garðarsson hefur látið af starfi ritstjóra hjá Fréttum í Vestmannaeyjum eftir 20 ára setu í stólnum. Ómar hefur unnið á blaðinu í ein 25 ár og segja má að nafn hans og nafn blaðsins séu orðin samofin í huga almennings. Ómar átti sjálfur frumkvæði að breytingum, en Júlíus G. Ingason hefur nú tekið við ritstjórastarfinu. Í samtali við Fréttir segir Ómar að blaðið standi á ákveðnum tímamótum og því eðlilegt að nýr maður taki við ritstjórninni. Július þekkir vel til á Fréttum, en hann hefur unnið þar síðan 1999 og síðasta áratuginn í fullu starfi sem blaðamaður. Auk þess hefur hann víðtæka reynslu af fjölmiðlastörfum frá ýmsum miðlum. Ómar Garðarsson verður þó áfram á blaðinu, nú sem almennur blaðamaður. Sjá hér
Lesa meira
Skopteikningar gegn skopteikningum

Skopteikningar gegn skopteikningum

Franska vikublaðið Charlie Hebdo sem í síðustu viku olli miklu fjaðrafoki með því að birta skopteikningar af spámaninum Múhameð og þóttu særandi fyrir múslima birti í gær tvær útgáfur af blaði dagsins, aðra „ábyrga“ en hina hefðbundna útgáfu blaðsins. Á sama tíma setur egypskt blað af stað herferðina berjumst gegn skopteikningum með skopteikningum. Fjölmargir stjórnmála- og áhrifamenn í frönsku samfélagi höfðu gagnrýnt blaðið Charlie Hebdo harðlega í síðustu viku fyrir óábyrga útgáfu með því að birta myndir sem væru augljóslega ögrandi í ástandi sem þegar væri gríðarlega eldfimt vegna bandarísku kvikmyndarinnar um „Sakleysi múslima“. Ýmsir höfðu jafnvel á orði að lögsækja blaðið vegna þess að það væri að stefna mannslífum í óþarfa hættu. Að sögn útgefanda blaðsins, Stephane Charbonnier, eru útgáfur gærdagsins „100% ólíkar“ og önnur ætti þá að falla hinum vandlátu og ábyrgu í geð en hefðbundnir lesendur blaðsins geti hins vegar lesið hina óábyrgu útgáfu, eins og venjulega. Í síðustu viku seldist blaðið upp á nokkrum klukkutímum og þurfti að prenta viðbótarupplag á föstudeginum Á sama tíma hefur dagblaðið al-Watan í Egyptalandi, sem er ekki trúarlegt blað, nú hafið herferð gegn frönsku skoteikningunum með því að birta sjálft skopteikningar undir yfirskriftinni: „Berjumst gegn skopteikningum með skopteikningum“. Á mánudaginn var sérstakur kálfur í blaðinu helgaður málefninu og þar birtust 13 teikningar og nokkur fjöldi geina eftir virta fræði- og listamenn auk trúarleiðtoga, þar sem fjallað var um málið og eðli þess. Skopteikningarnar sem þarna birtust eru ýmis konar og sýnir ein t.d. tvíburaturnana í björtu báli inni í glerjunum gleraugna og undir stendur „Islam séð með vestrænum gleraugum“. Sjá meira hér og hér Annað dæmi um mynd frá al Watan herferðinni er hér að neðan.
Lesa meira
Myndræn túlkun kosningatalna

Myndræn túlkun kosningatalna

Dagblaðið „Folha de Sao Paulo“sem gefið er út í Sao Paulo í Brasilíu hefur vakið athygli fyrir nýrsátlega meðferð á gömlum kosningatölum í fréttaskýringu um kosningahegðun og efnahags- og félagslegan bakgrunn kjósenda tiltekinna framboða. Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem nú standa fyrir dyrum í Sao Paulo hefur blaðið safnað saman kosningagögnum frá 1994 og sett þær saman í mydband þar sem kosningasaga og kosningalandslag borgarinnar er útskýr með mjög myndrænum hætti. Fréttaskýrandinn fer með áhorfandann í þyrlu yfir borgina og saman fylgjast þeir með hvernig þetta hefur verið. Þykir þessi aðferð sérstaklega „lesendavæn“ og vera gott dæmi um hvernig hæg er að gæða frekar erfitt efni lífi – efni sem iðulega er sett fram í flóknum töflum eða súluritum þegar best lætur. Myndbandið var síðan birt á netsíðu blaðsins. Sjá meira hér
Lesa meira
Samfélagsmiðlar mikilvægir blaðamönnum

Samfélagsmiðlar mikilvægir blaðamönnum

Meira en fjórðungur breskra blaðamanna segjast ekki geta unnið vinnuna sína án þess að nýta sér samfélagsmiðla. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem unnin var af Cision og Canterbury Christ University i Bretlandi. Jafnframt koma fram í könnuninni umtalsverðar áhyggjur blaðamanna af áhrifum samfélagsmiðla á framleiðni á ritstjórnarefni og eins á persónuverndarmálum. Um 16% svarenda ganga svo langt að telja að samfélagsmiðlar muni ganga af „blaðamennsku dauðri". Í samanburði við sams konar könnun sem gerð var í fyrra nota blaðamenn nú mun fjölbreyttari tól og tæki samfélagsmiðla við vinnu sína en áður. Upplýsingaöflun hefur tekið við af kynningu á efni og því sem viðkomandi er að gera, sem helsta aðgerð blaðamanna á samfélagsmiðlum. Könnunin sem hér um ræðir var unnin í júní og júlí síðastliðnum og var netkönnun og svöruðu alls 769 blaðamenn. Sjá meira hér
Lesa meira
Eygló Harðardóttir

Þingmaður vill lög til verndar uppljóstrurum

"Helstu viðbrögð Ríkisendurskoðunar og Fjársýslunnar, – fulltrúa hins opinbera í málinu eru að stöðva þyrfti umræðuna um skýrsluna. Ríkisendurskoðun hefur tilkynnt lögreglu um leka á skýrslunni. Næstu skref virðast vera að fá lögbann á áframhaldandi umfjöllun. Þessi viðbrögð eru verulegt áhyggjuefni."
Lesa meira
Twitter setur fram leiðbeiningar fyrir blaðamenn

Twitter setur fram leiðbeiningar fyrir blaðamenn

Twitter verður sífellt mikilvægari samskiptamiðill, ekki síst meðal ýmissa fagstétta s.s. blaðamanna. Stjórnmálamenn víða á Norðurlöndum og í Evrópu virðast þannig sammála um að Twitter sé góður miðill til þess að ná athygli blaðamanna og eiga samskipti við þá. Markviss notkun á twitter getur því skipt miklu máli í starfi blaðamanna og nú hefur rannsóknarteymi á vegumTwitter sett saman leiðbeiningar um árangurskíka notkun á twitter fyrir blaðamamenn. Ráðleggingarnar byggja á athugun á þúsundum sendinga (tweet) og niðurstaðan var að stilla umm nokkrum einföldum en skýrum reglum sem gott væri að fylgja. Sjá hér
Lesa meira
Norðmenn hyggjast auka blaðastyrki

Norðmenn hyggjast auka blaðastyrki

Norsk stjórnvöld undirbúa nú að stórauka styrki til fjölmiðla. Þegar er fyrir hendi öflugt styrkjakerfi þar í landi, enda óvíða blómlegri blaðaflóra og samfélagsumræða, bæði á staðbundnum markaði, svæðisbundnum og á landsvísu.
Lesa meira
Eyrún Magnúsdóttir og Pétur Blöndal. Mynd: mbl.is

Nýr sunnudagsmoggi

Morgunblaðið hefur boðað nýja og breytta útgáfu af Sunnudagsmogganum. Hann á að verða stærri og spanna víðara svið en hingað til. Umsjónarmaður sunnudagsblaðsins verður Eyrún Magnúsdóttir en Pétur Blöndal mun sjá um menningarefnið. Samhliða verða gerðar ýmsar aðrar breytingar á sérblöðum. Sjá frétt á mbl.is
Lesa meira
Úr úkraínska þinginu.

Samtök blaðamanna fordæma árás á tjáningarfrelsi í Úkraínu

Í morgun fordæmdu bæði Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) og Evrópusamband blaðamanna (EFJ) frumvarp sem komið er fram á þingi í Úkraínu þar sem ærumeiðingar eru gerðar refsiverðar samkvækmt hegningalögum. Segja samtökin að þetta sé árás á tjáningarfrelsið.
Lesa meira